Flýtilyklar
Wabco vagnanámskeið hjá Velti Xpress
Veltir Xpress í samstarfi við Wabco/ZF CV Distribution ætla að bjóða uppá EBS námskeið fyrir vagna í húsnæði Veltis að Hádegismóum 8 í Árbæ. Haldin verða tvö námskeið, EBS-D og EBS-E, dagana 5-7 október frá 9-17. Takmarkaður sætafjöldi. LOKADAGUR SKRÁNINGAR 6. SEPTEMBER 2021.
Skráðu þig núna!
Um námskeiðin:
EBS-D snýr að uppsetningu, viðgerðum og viðhalds Wabco EBS-D kerfisins. Að auki er farið yfir viðbótarvirkni sem er til staðar í kerfinu og hugbúnað til bilanagreingingar. Að loknu námskeiði fá þátttakendur PIN sem veitir aðgang að stillingum í EBS-D kerfinu.
EBS-E dagur 1: snýr að uppsetningu, viðgerðum og viðhalds Wabco EBS-E kerfisins. Að auki er farið yfir útfærslur og fylgibúnað.
EBS-E dagur 2: Farið ítarlega í uppsetningu og stillingar á kerfinu. Farið yfir ecas hluta kerfisins ásamt því að búkka stýringum og fjallað verður um ýmsa möguleika sem kerfið býður uppá til að sérsníða eftir óskum og þörfum viðskiptavina.Að loknu námskeiði fá þátttakendur PIN sem veitir aðgang að stillingum í EBS-E kerfinu.