Fara í efni  

HIAB hleðslukranar

HIAB hleðslukranar á Íslandi fást hjá Velti ásamt sérfræðiráðgjöf við val á krana. Einnig býður Veltir viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir HIAB hleðslukrana.

Sendu fyrirspurn

 

 

HIAB er einn stærsti framleiðandi hleðslukrana í heiminum og má segja að HIAB sé brautryðjandi í framleiðslu hleðslukrana með hátt í 75 ára reynslu að baki. HIAB kom með fyrsta hleðslukranann fram á sjónarsviðið árið 1944.

Hiab krani

HIAB býður mjög mikið úrval hleðslukrana og hægt er að fá HIAB bílkrana frá 0,95 tonn/metra upp í mjög öfluga 90 tonn/metra HIAB X-Hipro 1058.

Veltir hefur verið þjónustu- og söluaðili fyrir HIAB í yfir 30 ár og búa starfsmenn Veltis yfir einstakri reynslu og þekkingu á HIAB hleðslukrönum. Veltir hefur nú opnað nýja þjónustumiðstöð að Hádegismóum 8 og veitir öllum HIAB eigendum framúrskarandi varahluta- og viðgerðarþjónustu.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is.

Þú getur pantað tíma á verkstæði Veltis eða pantað varahluti hér.
Við svörum öllum fyrirspurnum um hæl. 

Smelltu hér til að skoða heimasíðu HIAB.

HIAB krani

 

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Brimborg er umboðsaðili Volvo atvinnutækja á Íslandi. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault atvinnubílaVerkstæði Veltis sér um alla þjónustu fyrir Volvo atvinnutæki m.a. smurþjónustu. Veltir Xpress er hraðþjónusta fyrir vörubíla, vagna og rútur þar sem boðið er uppá smurþjónustu, dekkjaþjónustu og vagnaþjónustu. Hjá Velti eru til varahlutir í Volvo atvinnutæki í miklu úrvali. Skoðunarstöð Fumherja fyrir stærri atvinnutæki er staðsett í húsnæði Veltis.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré