Flýtilyklar
NTM sorpsöfnunar- og flutningalausnir
NTM sorpsöfnunar- og flutningalausnir
Veltir býður NTM sorpsöfnunar- og flutningalausnir fyrir vörubíla. Notendavænn og sjálfbær kostur fyrir sorpsöfnunarlausnir og flutningalausnir.
NTM var stofnað árið 1950 af Lennart Nordin og hefur nú um 700 starfsmenn. Fyrirtækið er verkfræðifyrirtæki sem þróar, framleiðir, selur og þjónustar flutningabúnað fyrir þungaflutningabifreiðar og söfnunarbifreiðar fyrir sorp og endurvinnsluefni. Með markvissri nálgun á vöruþróun og gæði hefur NTM-samstæðan orðið einn af stærstu aðilum á Norðurlöndum. Markaðssvæði NTM nær þó út fyrir Norðurlönd; fyrirtækið er til staðar í Bretlandi, Hollandi, Austurríki, Póllandi, Króatíu, Eystrasaltsríkjunum, Kanada og Bandaríkjunum. Móðurfélag samstæðunnar er staðsett í Närpes á vesturströnd Finnlands og samstæðan er með dótturfélög í Svíþjóð, Eistlandi, Bretlandi, Þýskalandi, Póllandi, Kanada og Bandaríkjunum.
Hafðu samband
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar við atvinnutæki.
Smellu hér til að skoða heimasíðu hjá NMT.