Flýtilyklar
Upprunalegir Volvo varahlutir
Upprunalegir Volvo varahlutir
Við bjóðum upp á breitt úrval af upprunalegum varahlutum fyrir allar gerðir Volvo atvinnutækja, sem tryggir hámarks endingu og áreiðanleika.
Við hjá Veltir leggjum metnað í að bjóða upp á hraða og faglega varahlutaþjónustu fyrir Volvo atvinnutæki. Varahlutaverslun okkar er staðsett að Hádegismóum 8 í Árbæ, þar sem sérfræðingar okkar eru reiðubúnir að aðstoða þig við að finna réttu varahlutina fyrir þín tæki. Við eigum alltaf mikið úrval upprunalegra Volvo varahluta á lager.
Pantanir og afhending:
Þú getur pantað varahluti á netinu með því að senda skilaboð í gegnum snjallmennið okkar Góa og greitt með símgreiðslu eða millifærslu. Við bjóðum upp á fría heimsendingu fyrir viðskiptavini með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum eða Akranesi.
Hraðsendingar
Við bjóðum upp á hraðsendingar og hraðpantanir daglega til að tryggja skjótan afhendingartíma á varahlutum og búnaði. Hraðpantanir eru gerðar í hádeginu á hverjum degi. Fyrir Volvo Truck og Volvo Penta berast sendingar yfirleitt daginn eftir pöntun. Volvo Construction sendingar taka að jafnaði tvo daga í afhendingu.
Auk þess hraðpöntum við einnig vörur frá Hiab og Steelwrist, sem oft er hægt að fá á stuttum tíma með flugi og berast þá innan fárra daga.
Markmið okkar er að veita viðskiptavinum hraða og áreiðanlega þjónustu þegar brýn þörf er á varahlutum eða búnaði.
Ábyrgð
Þegar þú kaupir upprunalega Volvo varahluti og hann er settur í hjá Velti færðu 2 ára ábyrgð á varahlutnum. Ef þú kaupir upprunalegan Volvo varahlut hjá Velti og hann er settur í á öðru verkstæði færðu 1 árs ábyrgð á varahlutnum.
Hringdu, komdu eða sendu okkur skilaboð
Sveigjanleiki. Þú getur spurt Góa á vefnum, hringt í 5109100, rennt við hjá okkur í Hádegismóum 8, Árbæ eða pantað varahluti rafrænt hér.

