Fara í efni  

Hjólastilling

Hjólastilling

Hjólastilling fyrir vörubíla, stærri sendibíla, rútur, breytta jeppa og pallbíla

Hjólastillingar og hjólamælingar hjá Velti og Velti Xpress eru fyrir allar gerðir og tegundir vörubíla, kassabíla, stærri sendibíla, rútur, breytta jeppa og pallbíla ásamt útgáfu á vottorði fyrir breytingaskoðun.

Bóka tíma

Veltir og Veltir Xpress verkstæði eru staðsett að Hádegismóum 8 í Árbæ. Við bjóðum upp á ódýra, hraða og faglega þjónustu við hjólamælingar og hjólastillingar. Renndu við, hafðu samband í síma 510 9160 eða bókaðu á netinu.

Hjólamæling mikilvæg

Reglulegar hjólamælingar á atvinnubílum skipta sköpum þar sem þær gefa mikilvægar upplýsingar um ástand hjóla- og stýribúnaðar. Slæmt ástand hjólabúnaðar getur leitt til minna öryggis, verri aksturseiginleika, aukinnar eldsneytiseyðslu, meiri mengunar og aukins dekkjaslits sem veldur auknum kostnaði.

Auðvelt aðgengi í hjólamælingu fyrir stóra atvinnubíla

Í nýja húsnæði okkar að Hádegismóum 8 er sérlega þægilegt aðkoma fyrir stóra atvinnubíla og rútur, auk þess sem við bjóðum upp á afar fullkominn hjólamælingabúnað. Fagmenn Veltis eru sérstaklega þjálfaðir í hjólamælingum og hafa mikla reynslu. Þeir ljúka því verkinu fljótt og örugglega.

Hjólastilling fyrir atvinnubíla og vottorð fyrir breytingaskoðun

Teymið hjá Velti og Velti Xpress sérhæfir sig í hjólastillingu fyrir allar tegundir vörubíla, kassabíla, stærri sendibíla, rútur og breytta jeppa eða pallbíla. Við gefum einnig út vottorð fyrir breytingaskoðun.
Ef mæling sýnir að hjóla- eða stýrisbúnaður þarfnast lagfæringar höfum við strax samband við eiganda, förum yfir hvað þarf að gera og gerum tilboð í viðeigandi hjólastillingu, vinnu og varahluti. Fagmenn Veltis búa að mikilli reynslu í viðgerðum á Volvo og Renault atvinnubílum og Volvo rútum, ásamt fullkomnum tækjabúnaði og auðvelt aðgengi að varahlutum sem styttar viðgerðartíma.

Aukið öryggi og minni kostnaður

Rétt stillt hjól og stýrisbúnaður stuðla að auknu öryggi, betri aksturseiginleikum, minni eldsneytiseyðslu, minni mengun og lengri endingartíma dekkja. Hjólamæling og hjólastilling gera aksturinn bæði hagkvæmari og öruggari.

Einföld tímabókun

Nýja verkstæðið okkar að Hádegismóum 8 í Árbæ býður einstakt aðgengi og fljóta þjónustu fyrir stóra atvinnubíla. Renndu við, hringdu í síma 510 9160 eða bókaðu tíma á netinu.

BÓKA TÍMA

AFBÓKA

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall