Fara í efni  

Ökuritaverkstæði - Ökuritar og aflestur ökumannskorta

Löggilding ökurita

Ökuritar og aflestur ökumannskorta fyrir vörubíla, rútur og aðra atvinnubíla

Rafrænir ökuritar (ökumælar) og ökumannskort eru lögbundin og mikilvæg verkfæri fyrir atvinnubílstjóra og fyrirtæki sem reka atvinnubílaflota. Þú færð alla þjónustu fyrir ökurita hjá faggiltu ökuritaverkstæði Veltis. Ökumannskort fást hjá Samgöngustofu.

Endurskoðun hjá Frumherja. Ef þörf er á endurskoðun eftir prófun ökurita ef hann er dottinn úr löggildingu þá skjótast starfsmenn Veltis með bílinn til Frumherja í sama húsi og klára endurskoðun. Allt í einni ferð og bíllinn tilbúinn í vinnu.

Veltir Xpress er faggilt ökuritaverkstæði sem hefur hlotið B-faggildingu faggildingarsviðs Hugverkastofu og útgefið starfsleyfi af Samgöngustofu til að annast ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

- Hröð, fagleg þjónusta. Renndu við, hafðu samband í síma 5109160 eða bókaðu á netinu.

 • Snögg þjónusta fyrir vörubíla, rútur og aðra atvinnubíla
 • Ísetning ökurita
 • Skoðun og prófanir ökurita á 2 ára og 6 ára fresti
 • Innsigling ökurita
 • Hraðatakmarkarar - skoðun, prófun, stilling, löggilding
 • Aflestur gagna ökurita fyrir rekstraraðila atvinnubíla (hlaða niður gögnum)
 • Aflestur gagna ökumannskorta fyrir bílstjóra (hlaða niður gögnum)
 • Einstaklega þægileg aðkoma og allt á einum stað

Rafrænn ökuriti er tæki sem skráir aksturs- og hvíldartíma ökumanns. Það er lögbundið að ökuritar séu í ökutækjum sem notuð eru í atvinnuskyni. Ökuritana þarf að skoða og prófa á 2 ára fresti og stærri skoðun á 6 ára fresti. Sjá nánar á vef Samgöngustofu um skoðun ökurita.

Einnig er lögbundið að lesa þarf reglulega gögn af ökuritum og ökumannskortum. Á vef Samgöngustofu segir:

Lögboðið er að hlaða niður gögnum af ökuritakorti á ekki meira en 28 daga fresti og að hlaða niður gögnum af ökuritanum sjálfum á ekki meira en 90 daga fresti. Ökuritinn sjálfur geymir hraðaferil í 24 tíma. Ekki er hægt að fjarlægja kortið á meðan á akstri stendur og er lögboðið að ökumenn geymi kortið og hafi það í ökuritanum við akstur.  Ökuritinn sjálfur geymir um 1 ár af akstursgögnum og því er akstur manna tvískráður.

Hafðu það einfalt og þægilegt, renndu við hjá hjá Velti Xpress ökuritaverkstæði og við sjáum um málið og losnaðu þannig við óþægindi og jafnvel sekt. Sjá meira um rafræna ökurita á vef Samgöngustofu.

Endurskoðun hjá Frumherja. Ef þörf er á endurskoðun eftir prófun ökurita ef hann er dottinn úr löggildingu þá skjótast starfsmenn Veltis með bílinn til Frumherja í sama húsi og klára endurskoðun. Allt í einni ferð og bíllinn tilbúinn í vinnu.

Renndu við hjá Velti Xpress ökuritaverkstæði, hafðu samband í síma 5109160 eða bókaðu tíma á netinu. Einfalt og þægilegt og fáðu þér kaffisopa í leiðinni.

BÓKA TÍMA

AFBÓKA

 • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
 • Netfang: veltir@veltir.is
 • Kt.: 701277-0239
 • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré