Fara í efni  

Volvo rafmagnsvörubílar

Volvo Truck, einn stærsti vörubílaframleiðandi heims, hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á rafmagnsvörubílum af fimm gerðum, fyrstu vörubílaframleiðenda. Um er að ræða FL, FE, FM, FMX og FH og eru í boði að heildarþyngd ýmist 16 tonn, 26 tonn eða 44 tonn. Volvo Truck hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Þeir nýtast mjög vel í innanbæjar dreifingu og á styttri leiðum undir 300 km milli borga og bæja. Samkvæmt gögnum frá Evrópusambandinu fara 45% af öllum þungaflutningum fram á akstursleiðum sem eru styttri en 300 km og ætla má að hlutfallið sé svipað og jafnvel hærra á Íslandi.

Nú þegar fjöldaframleiðsla hefst þá opnast möguleiki bæði til að bjóða fleiri gerðir og fyrir fleiri markaði því afkastagetan eykst svo um munar og því hefur Volvo Truck opnað fyrir Ísland eitt fyrst landa til að fá aðgang að fjöldaframleiddum rafmagnstrukkum.

Bílarnir eru öflugir með 1-3 rafmótora eftir þyngd og stærð sem skila allt að 666 hestöflum og með rafhlöður sem rúma frá 265 kWst til 540 kWst og drægni allt að 380 km. Hleðslan byggir á sömu tækni og hleðsla fólksbíla en með meira afli. Hleðslustöðvar til hæghleðslu eru 22 kW (AC) fyrir minni bílana og 43 kW (AC) fyrir þá stærri og þeir taka við 250 kW (DC) í hraðhleðslu.

Stjórnvöld bjóða ívilnanir vegna kaupa á vistvænum ökutækjum og fjármögnunarfélög bjóða hagkvæmari græna fjármögnun. Veltir býður ráðgjöf í samvinnu við Volvo Truck þar sem metnar eru vænlegar akstursleiðir og hver sparnaðurinn er á að keyra á rafmagni miðað við akstur á dísilolíu.

Vertu leiðtogi í orkuskiptum á Íslandi

Nú þegar hafa mörg öflug Íslensk fyrirtæki ásamt Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, og Volvo Truck, einn stærsti vörubílaframleiðandi heims, tekið eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands og staðfest kaup á 23 rafknúnum vöruflutningabílum og um leið svarað ákalli og loforði stjórnvalda um orkuskiptaátak í atvinnulífinu. Smelltu hér til að lesa meira.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

SENDU FYRIRSPURN

Í rafmagnsvörulínu Volvo vörubíla eru m.a.

VOLVO FH

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

 

VOLVO FMX

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

VOLVO FM

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

VOLVO FE

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL



SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

VOLVO FL

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

 

 

Volvo vörubílar eru þekktir fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið.

Nýir Volvo vörubílar til sölu hjá Velti

Hér í hnappnum fyrir neðan má sjá alla nýja Volvo vörubíla til sölu á lager eða í pöntun hjá Velti. Einnig er hægt að sérpanta Volvo vörubíla hjá Velti.

Nýir Volvo vörubílar til sölu

Notaðir vörubílar til sölu hjá Velti

Hjá Velti er úrval notaðra vörubíla til sölu. Smelltu og kynntu þér úrvalið.

Notaðir vörubílar til sölu

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré