Fara í efni  

Volvo rafmagnsvörubílar

Volvo Trucks, fyrstur alþjóðlegra vörubílaframleiðanda, hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á rafknúnum vörubílum, allt að 50 tonn að heildarþyngd. Volvo Trucks býður nú upp á breiðustu vörulínuna þar sem allar gerðir, FL, FE, FM, FMX og FH, vörubíla frá Volvo Trucks fást nú í rafmagnsútgáfu, fyrir flestar tegundir verkefna.

Volvo Trucks hefur verið að framleiða rafmagnsvörubíla og rafmagnsrútur um árabil og eru þúsundir þannig rafknúinna bíla á götum víða um heim. Og nú hefur framleiðandinn hafið fjöldaframleiðslu sem eykur gæðin enn frekar og lækkar framleiðslukostnað.

Allar tegundir ábygginga eru fáanlegar á Volvo rafmagnsvörubílana og þeir henta því vel í fjölbreytt verkefni, þar á meðal vöruflutninga, vöru- og póstdreifingu, sorphirðu, gámaflutninga, kranavinnu, jarðvegsflutninga og margvíslega byggingarvinnu. Verkefni eins og þessi eru oftar en ekki innan ákveðinna svæða eða milli svæða með akstursvegalengdum innan 300 km, sem gerir þau sérstaklega hentug fyrir rafknúna vörubíla.

Bílarnir eru öflugir með 1-3 rafmótora eftir þyngd og stærð sem skila allt að 666 hestöflum og toga allt að 2400 Nm en hámarkstog rafmagnsbíla kemur strax inn og helst í hámarki yfir allt afsviðið. Rafhlöðurnar rúma frá 265 kWst til 540 kWst.

Eigin þyngd bílanna eykst aðeins um 2 tonn tonn með rafhlöðunum eftir að búið er að taka tillit til þess að þungir hlutir fara út á móti eins og dísilvél, olíutankar og olían í tönkunum. Reglugerðir á Íslandi veita síðan rafknúnum vörubílum undanþágu upp á 1 tonn í aukinn farm fyrir tilteknar gerðir vörubíla en nánari upplýsingar veita sérfræðingar Veltis.

Hleðslan byggir á sömu tækni og hleðsla fólksbíla en með meira afli.  Hleðslustöðvar til uppsetningar á vegg eða staurum t.d. á starfsstöðvum fyrirtækja eru 22 kW (AC) fyrir minni vörubíla af gerðinni FL og FE sem geta borið allt að 26 tonn sem þýðir hleðslutíma til að fullhlaða allt að 7,4 klst. Fyrir FM og FH gerðirnar er um að ræða 43 kW (AC) sem þýðir hleðslutíma til að fullhlaða allt að 9,5 klst. Í báðum tilvikum dugir því nóttin vel til að fullhlaða vörubílana.

Ef skjóta þarf inn á þá orku yfir daginn þá taka þeir við hraðhleðslu (DC). 16 tonna vörubílarnir taka við allt að 150 kW hraðhleðslu (DC) við allt að 400-750 volta spennu og þeir stærri taka við allt að 250 kW (DC) og við allt að 550-750 volta spennu.

Stór hluti þungaflutninga á Íslandi getur farið strax á rafmagn

Öflug rafhlaða og mikil hleðslugeta þýðir að hægt er að ná hleðslu á rafhlöðurnar sem dæmi á stærri vörubílunum sem dugar til 110 km viðbótaraksturs á 45 mínútum ef hlaðið er í hraðhleðslustöð sem gefur 250 kW miðað við að raforkunotkun sé um 170 kWst per 100 km.

Það þýðir í raun að drægni stórs þungaflutningabíls yfir daginn sem notar um 170 kWst per 100 km er um 410 km ef reiknað er með að hlaða einu sinni yfir daginn í 45 mínútur. Það gerir kleift að færa þungaflutninga yfir á rafmagn í öllum þéttbýliskjörnum og í allt að 200 km radíus út frá þeim miðað við akstur fram og til baka og með hraðhleðslu að lágmarki einu sinni í 250 kW stöð t.d. í hvíldartíma bílstjóra. Auka má drægni enn frekar ef skotið er inn á bílinn í hraðhleðslu t.d. í kaffihléi.

Sérfræðingar Veltis hafa mikla þekkingu á rafmagnsvörubílum og með aðstoð hugbúnaðarlausna frá Volvo Trucks er hægt að reikna nákvæmlega hvernig rafmagnsvörubíll getur hentað í tiltekin verkefni. Með hermilíkani Volvo Trucks er hægt að skoða hvaða akstursleiðir henta best fyrir rafmagnsvörubíla. Leiðirnar er þá hægt að velja með það í huga að oftast verði bílarnir hlaðnir í lok vinnudags yfir kvöld og nótt og þeir fullhlaðnir að morgni. Á meira krefjandi leiðum verða hraðhleðslustöðvar notaðar til að skjóta raforku inn á bílana þegar færi gefst.

Nú þegar fyrstu rafknúnu Volvo vörubílarnir eru komnir til Íslands hafa viðeigandi akstursleiðir og flutningaverkefni verið valin þar sem hentugt er að byrja. Verkefnið verður mikill lærdómur um hvernig best er að haga uppsetningu hleðsluinnviða fyrir þungaflutningabíla og hvernig hleðsla þeirra geti átt sér stað með núverandi dreifikerfi raforku.

Veltir hefur einnig byggt upp sérfræðiþekkingu í hleðslulausnum fyrir rafmagnsvörubíla og býður Veltir alverktöku við uppsetningu hleðsluinnviða hjá fyrirtækjum.

Gríðarlegur ávinningur af þungaflutningum á rafmagni

Það skapar gríðarlegan ávinning að færa þungaflutninga yfir á íslenskt rafmagn, bæði fyrir notendur, rekstraraðila og íslenskt samfélag.

  • Lægra og stöðugra orkuverð
  • Betri orkunýtni
  • Styttri þjónustutími og lengri nýtingartími bílanna
  • Betra vinnuumhverfi fyrir bílstjóra vegna minni hávaða og titrings
  • Minni koltvísýringslosun sem styður við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og hjálpar fyrirtækjum að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum
  • Betri loftgæði vegna engrar NOx- og sótmengunar
  • Minni hávaðamengun sem bætir lífsgæði í þéttbýliskjörnum en gerir um leið kleift að nota þungaflutningabíla utan dagvinnu
  • Orkusjálfstæði og orkuöryggi fyrir Íslendinga
  • Minni virkjanaþörf eða meiri orka verður til reiðu fyrir aðra geira atvinnulífsins
  • Betri nýting á dreifikerfi raforku um allt land þar sem hleðsla rafknúinna ökutækja mun að miklu leiti fara fram á kvöldin og nóttunni þegar lægð er í raforkunotkun
  • Styrkir hraðhleðslunet fyrir rafknúin ökutæki um allt land því fólksbílar geta auðveldlega notað sömu hleðslustöðvar og rafknúnir vörubílar
  • Sterkari ímynd Íslands sem land endurnýjanlegrar orku, hreins lofts og ósnortnar náttúru

Fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir afhentir á Íslandi

Nú þegar hafa mörg öflug íslensk fyrirtæki ásamt Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, og Volvo Trucks, einum stærsta vörubílaframleiðanda heims, tekið eitt stærsta einstaka skref í að draga úr koltvísýringslosun Íslands og fengið afhenta fyrstu 14 rafmagnsvörubílana og um leið svarað ákalli og loforði stjórnvalda um orkuskiptaátak í atvinnulífinu.

Stjórnvöld bjóða ívilnanir vegna kaupa á vistvænum ökutækjum og fjármögnunarfélög bjóða hagkvæmari græna fjármögnun.

Veltir býður ráðgjöf í samvinnu við Volvo Trucks þar sem metnar eru vænlegar akstursleiðir og hver sparnaðurinn er mælt á kvarða heildarrekstrarkostnaðar (Total Cost of Ownership) á að keyra á rafmagni miðað við akstur á dísilolíu.  Veltir hefur einnig byggt upp sérfræðiþekkingu í hleðslulausnum fyrir rafmagnsvörubíla og býður Veltir alverktöku við uppsetningu hleðsluinnviða hjá fyrirtækjum.

Smelltu hér til að lesa meira.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

SENDU FYRIRSPURN

Í rafmagnsvörulínu Volvo vörubíla eru m.a.

VOLVO FH

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

 

VOLVO FMX

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

VOLVO FM

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

VOLVO FE

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL



SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

VOLVO FL

RAFKNÚINN VÖRUBÍLL

SMELLTU TIL AÐ SJÁ MEIRA

 

 

Volvo vörubílar eru þekktir fyrir gæði, endingu, sparneytni og mild áhrif á umhverfið.

Nýir Volvo vörubílar til sölu hjá Velti

Hér í hnappnum fyrir neðan má sjá alla nýja Volvo vörubíla til sölu á lager eða í pöntun hjá Velti. Einnig er hægt að sérpanta Volvo vörubíla hjá Velti.

Nýir Volvo vörubílar til sölu

Notaðir vörubílar til sölu hjá Velti

Hjá Velti er úrval notaðra vörubíla til sölu. Smelltu og kynntu þér úrvalið.

Notaðir vörubílar til sölu

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré