Flýtilyklar
Reisch tengivagnar
Reisch tengivagnar fást hjá Velti á Íslandi. Martin Reisch Gmbh er þýskt fyrirtæki sem hefur verið starfandi við framleiðslu á tækjum fyrir landbúnað og jarðvinnuverktaka í yfir 65 ár eða frá árinu 1951. Reisch hefur framleitt 155.000 tæki frá upphafi og býr því fyrirtækið yfir mikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði. Athafnarsvæði fyrirtækisins spannar yfir 200.000 m2 og húsnæðið þar sem framleiðslan fer fram er 40.000 m2 af stærð.
Reisch tengivagnar
Reisch býður fjölbreytt úrval malarvagna, malbiksvagna, efnisvagna, trailervagna og tengivagna svo eitthvað sé nefnt.
Framleiðsla Reisch á tengivögnum er einstaklega vönduð og er hönnunin í samræmi við ítrustu kröfur okkar viðskiptavina. Framleiðslan fer að hluta til fram með háþróuðum suðu vélmennum auk þess sem laser og plastma skurðarvélar eru notaðar til þess að framleiðslan verði sem best. Hjá Reisch er lögð sérstök áhersla á yfirborðsmeðferð vagnanna þar sem íhlutir fara í gegnum fjölþrepa ferli með sandblæstri og grunn meðferð með niðurdýfingu. Að því loknu fara allir hlutar framleiðslunnar í tveggja laga hágæða málningarferli.
Hafðu samband
Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar við atvinnutæki.
Smellu hér til að skoða heimasíðu hjá Reisch