Fara í efni  

Verkstæði og varahlutir

Pantaðu tíma

Varahluta- og verkstæðisþjónusta hjá Velti

Við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo atvinnutækið þitt sé í topplagi. Öll verkstæði Veltis eru aðilar að Bílgreinasambandinu BGS.

BGS

 • Snögg og góð þjónusta fyrir Volvo atvinnutæki
 • Framúrskarandi tækjabúnaður til þjónustu og viðgerða
 • Orginal Volvo varahlutir, orginal Volvo olíur og síur tryggja gæðin
 • Tölvulestur framkvæmdur í öllum viðgerðum og skráning þjónustusögu sem tryggir betri endursölu
 • Tímapantanir á netinu eða með síma eða með því að renna við. Sveigjanlegt, þægilegt og snöggt
 • Einstaklega þægileg aðkoma með eftirvagn og allt á einum stað

Veltir veitir framúrskarandi varahluta- og verkstæðisþjónustu. Við bjóðum upp á margvíslegar rafrænar lausnir við kaup á varahlutum og þjónustu og fylgjum sóttvarnareglum í hvívetna. Háum kröfum um hreinlæti er fylgt í einu og öllu við afgreiðslu varahluta og við verkstæðisþjónustu.

Verkstæði fyrir atvinnubíla, vinnuvélar, bátavélar, krana og vagna

Verkstæði Veltis eru búin nýjustu tækjum til viðgerða og þarf starfa þaulreyndir starfsmenn með mikla þekkingu sem fá reglulega þjálfun hjá okkar birgjum. Aðgengi fyrir stærri tæki er sérlega gott þar sem myndavélavaktað athafnasvæði er rúmgott og stórar stofnbrautir liggja til og frá húsnæðinu. Verkstæði Veltis eru fyrir margvísleg atvinnutæki.

 • Verkstæði fyrir Volvo vörubíla
 • Verkstæði fyrir Volvo vinnuvélar
 • Verkstæði fyrir Volvo hópbifreiðar (rútur)
 • Verkstæði fyrir Volvo Penta bátavélar
 • Verkstæði fyrir Hiab hleðslukrana (bílkrana)
 • Verkstæði fyrir Renault vörubíla
 • Verkstæði fyrir vagna og gámalyftur af öllum gerðum
 • Dekkjaverkstæði fyrir allar gerðir atvinnubíla

Veltir er einnig þjónustu og söluaðili fyrir Zetterbergs, Holmes og Mahler snjóruðningsbúnað,  Skab vörukassa, Hiab hleðslukrana (bílkrana), Joab krókheysi, Steelwrist rototilt, Wille fjölnotavélar og Humus sturtuvagna.

Hringdu, komdu eða bókaðu tíma á netinu hjá Velti verkstæðum

Sveigjanleiki. Þú getur hringt í 510 9100, rennt við hjá okkur eða pantað tíma á netinu á verkstæðum Veltis. Þú færð staðfestingu í SMS-i og við minnum þig á tímann.

Bókaðu tíma núna! Viltu senda fyrirspurn smelltu þá hér. Við svörum um hæl.

BÓKA TÍMA

AFBÓKA

Varahlutir í miklu úrvali á lager

Varahlutir sem fást hjá Velti eru frá upprunalegum framleiðendum (original) og lúta ströngustu gæðakröfum. Veltir er einnig umboðsaðili WABCO varahluta fyrir vagna og Knorr-bremse varahluti í vörubifreiðar, rútur og vagna ásamt úrvali af LED ljósum. Hjá okkur starfa sérfræðingar sem kappkosta að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til að finna rétta varahlutinn fyrir þig á augabragði.  Þú getur keypt varahluti á netinu og greitt með símgreiðslu eða millifærslu og keyrum til þín þér að kostnaðarlausu ef þú ert með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum eða Akranesi.

KAUPA VARAHLUTI

- Veltir varahlutaverslun er á Hádegismóum 8 í Árbæ. Hröð, fagleg varahlutaþjónusta fyrir Volvo og Renault atvinnutæki, Hiab krana og WABCO vagnavarahluti. Renndu við, hafðu samband í síma 5109100 eða pantaðu rafrænt með því að smella hér.

 • Volvo vörubílar varahlutir
 • Volvo vinnuvélar varahlutir
 • Volvo hópbifreiðar (rútur) varahlutir
 • Volvo Penta bátavélar varahlutir
 • Hiab hleðslukranar varahlutir
 • Renault vörubílar varahlutir
 • Vagnar varahlutir frá WABCO. Nánar hér
 • Dieci varahlutir

Nánari upplýsingar um verkstæði Veltis, þjónustuaðila um land allt og varahluti má finna á veltir.is.

 • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
 • Netfang: veltir@veltir.is
 • Kt.: 701277-0239
 • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall