Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

DHL og Volvo Trucks hefja nýtt kolefnisfrítt samstarf með pöntun á allt að 44 flutningabílum

DHL og Volvo Trucks hefja nýtt kolefnisfrítt samstarf
DHL og Volvo Trucks hefja nýtt kolefnisfrítt samstarf

Volvo Trucks og Deutsche Post DHL Group hafa undirritað samstarfssamning til hröðunar orkuskipta í flutningum á landi. DHL hyggst hraða umskiptunum yfir í rafknúna stóra flutningabíla með því að kaupa alls 44 nýja rafknúna Volvo flutningabíla fyrir flutningakerfi sitt í Evrópu.

Fyrirhuguð pöntun felur í sér 40 rafknúna flutningabíla af gerðinni Volvo FE og Volvo FL, til nota við pakkaafgreiðslur í borgarflutningum. Rafmagnsflutningabílar fyrir lengri leiðir eru einnig hluti pöntuninni og hefur DHL ákveðið að taka upp Volvo flutningabíla til svæðisbundinna flutninga, og byrja með fjóra Volvo FM rafmagnsbíla í Bretlandi.

Fyrstu flutningabílarnir hafa þegar verið pantaðir, sex af DHL Parcel UK og tveir frá DHL Freight. Þetta mun leiða til þess að Deutsche Post DHL Group sparar tæplega 600 tonn af CO2 árlega og nærri 225.000 lítra af dísilolíu.

„Við erum staðráðin í að mæta vaxandi eftirspurn viðskiptavina eftir grænum og sjálfbærum lausnum og ná langtímamarkmiði okkar um hreina núlllosun fyrir árið 2050. Sem flutningsþjónustuaðili eru orkuskipti í bílaflota okkar mikilvæg lyftistöng til að hjálpa okkur að forðast losun koltvísýrings. Nokkrar deildir okkar munu því njóta góðs af þessum samningi við Volvo Trucks,“ útskýrir Pablo Ciano, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróunar hjá Deutsche Post DHL Group.

Mikilvægur þáttur í ákvörðun DHL um að hraða orkuskiptum í ökutæki án losunar er vegna þeirrar jákvæðu reynslu sem það hefur af notkun rafknúins Volvo vörubíls í London síðan í nóvember 2020 – við að senda vörur síðasta áfangann (last mile) í West End verslunarhverfið. Farartækið var fyrsti full rafknúni þungaflutningabíllinn sem notaður var til flutninga í þéttbýli í Bretlandi.

„DHL er mikilvægur alþjóðlegur flutningsaðili, skuldbundinn til að draga úr áhrifum þess á loftslagsbreytingar. Saman getum við skipt sköpum til hins betra og ég er stoltur af því að við munum vinna í anda samstarfs, með það að markmiði að ná vísindatengdum markmiðum okkar til að draga úr loftslagsáhrifum okkar,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.

Samstarfið felur í sér upptöku nýrrar Volvo tækni og sameiginlega þróunarstarfsemi á sviði rafvæðingar. Samningurinn felur einnig í sér greiningu Volvo Trucks á flutningastarfsemi DHL, með það að markmiði að tryggja farsæla uppsetningu á sérsniðnum rafflutningalausnum.

Volvo Trucks er leiðandi á markaði fyrir þunga rafmagns vörubíla í Evrópu, með 42% markaðshlutdeild árið 2021. Þegar árið 2019 hóf Volvo Trucks fjöldaframleiðslu á rafflutningabílum, sem eitt af fyrstu vörumerkjum vörubíla í heiminum til að gera það. Fyrirtækið hefur afhent rafknúna vörubíla til fjölmargra viðskiptavina í Evrópu, Norður-Ameríku og Ástralíu.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is fyrir frekari upplýsingar um rafknúna Volvo flutningabíla. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré