Flýtilyklar
Dieci skotbómulyftarar á Sveitasælunni 2025
Sveitasælan 2025 fer fram laugardaginn 30. ágúst í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki og við ætlum að vera með þrjá Dieci skotbómulyftarar á staðnum. Við verðum með til sýnis Dieci Mini Agri 26.6, Dieci Agri Plus 42.7 VS EV02-GD og Dieci Mini Agri 20.4 Smart, allt gríðarlega vel útbúnir og öflugir lyftarar. Kíktu við hjá okkur!
Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar á Íslandi fást hjá Velti. Dieci hefur framleitt hágæða byggingar- og landbúnaðartæki síðan 1962. Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru gríðarlega öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun. Sýn úr ökumannshúsi er framúrskarandi og mikil áhersla lögð á öryggi tækjanna. Dieci býður breiða línu tækja, yfir 75 gerðir með lyftigetu allt að 23.000 kg og lyftihæð allt að 40 metrar. Aukabúnaður er í miklu úrvali á lyftarana svo sem mannkörfur, kranaspil, kranabómur, sópar, margar gerðir af skóflum og svo framvegis.
Í vörulínu Dieci er m.a.
- Dieci skotbómulyftarar eru bæði til með dísilvél og 100% rafknúnir.
- Skotbómulyftari, fjölnota sem hentar til sjávar, lands og sveita, allar stærðir.
- Skotbómulyftari á snúning hentar í byggingariðnaði t.d sem vinnulyfta, krani eða lyftari o.s.f.v
- Liðstýrðir skotbómulyftarar hennta verktakaiðnaði og öllum sem þurfa liðstýrða vinnuvél með skotbómu. Hennta vel í mokstur, sem lyftari, fyrir sópa, í snjómokstur o.s.f.v
- Aukabúnaður fáanlegur í miklu úrvali
Dieci skotbómulyftarar
Dieci Mini Agri 26.6 er mjög vel útbúinn með einu flæðistýrðu joystik fyrir stýringu og keyrslu ásamt því að vera vel upplýstur með LED vinnuljósum allan hringinn, bakkmyndavél, glussahraðtengi, bómufjöðrun, tvívirk glussaúrtök á bómu og rafmagnstengi, E-L-M gaffal og hliðarfærsla og skófla. Einnnig má nefna USB tengi, blue tooth, loftfjaðrandi sæti, notenda handbók á Íslensku svo eitthvað sé nefnt. Mini Agri 26.6 er "lítill“ skotbómulyftari, hannaður til að mæta þörfum við "ýmis verk": frábær til vinnu í landbúnaði, í sjávarútvegi eða þegar vantar tæki sem passar fullkomlega í þröng og erfið rými. Mikið úrval aukabúnaðar er hægt að fá á Mini Agri 26.6 svo sem lyftikróka, gripklær af ýmsu tagi, skóflur, gaffla og ýmislegt annað. Til viðbótar eru einnig hægt að fá spil og mannkörfur. Rúmbesta stýrishúsið í sínum flokki, ROPS - FOPS samþykkt, húsið er sérstaklega hannað til að tryggja mikil þægindi.
Smelltu til að skoða
Dieci Agri Plus 42.7 VS EV02-GD er mjög vel útbúið tæki með lyftigetu uppá 4.2 tonn og lyftihæð 7.2 metrar, glussahraðtengi, skófla,E-L-M gaffal og hliðarfærsla, sjálfvirkt smurkerfi, bómufjöðrun, loftfjaðrandi Grammer sæti, LED vinnuljós, bakkmyndavél ásamt aukalögnum og rafmagnstengi á bómu o.s.f.v. Agri Plus skotbómulyftarinn mætir stjórnandanum með hágæða innréttingum og mikklu plássi í stýrishúsi. Zero Shock System kerfið dregur á áhrifaríkan hátt úr sveiflum og tryggir mikil akstursþægindi. Farþegarýmið er búið höggdeyfingarkerfi, sem með samþættri stillingu, gerir notkun á tækinu framúrskarandi þægilega fyrir stjórnandann og dregur úr höggum, hristing og titringi í 360°. Stóru gluggarnir auka útsýni ásamt LED vinnuljósunum sem eru sett á helstu staði tækisins eins og á húsi og bómu. Öll stjórnun tækisins er auðveld og þægileg, þökk sé rafstillanlegum og upphituðum speglum og 7 tommu skjánum sem sýnir frá þráðlausum myndavélunum. Vario System skiptingin leyfir 4 akstursstillingar: venjulega, ECO, Creeper og Loader.
Smelltu til að skoða
Dieci MINI AGRI 20.4 SMART er mjög vel útbúinn með einu flæðistýrðu joystik fyrir glussastýringu og keyrslu ásamt því að vera vel upplýstur með LED vinnuljósum allan hringinn einnig má nefna útvarp með handfrjálsu kerfi (Blue tooth), aukalögnum á bómu, skófla gafflar, bakkmyndavél, glussahraðtengi, loftfjaðrandi sæti ofl. Mini Agri Smart er tilvalinn skotbómulyftari fyrir þröng rými þar sem hann er nákvæmur í hreyfingum og mjög meðfærilegur og býður einnig upp á frábæran kraft. Mini Agri 20.4 Smart er sá fyrirferðarminnsti og liprasti í DIECI landbúnaðarlínunni, en gefur ekki eftir í háum kröfum um þægindi og fjölhæfni. Stærð hans gerir hann sérlega hæfan til að vinna í mjög þröngu rými, án þess að fórna ökumannsrými og þægindum ökumanns. Mini Agri 20.4 er blanda af styrk og nýsköpun: nýja vélin og nýja vökvakerfis gírskiptingin tryggja afköst og sparneytni á meðan fjölmargar einkaleyfalausnir einfalda viðhald verulega.
Smelltu til að skoða