Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Flutningar í Hádegismóa 8

Flutt með bros á vör
Flutt með bros á vör

Flutningar í Hádegismóa 8 ganga glimrandi vel og nú þegar eru verkstæði Volvo atvinnutækjasviðs komin í fulla virkni á nýjum stað.

Varahlutaflutningar standa nú yfir en þeir eru gríðarlega umfangsmiklir og á sama tíma er verið að taka í gagnið nýja tækni, vöruturn, vöruhúsakerfi og strikamerkjakerfi, og allt þetta tekur tíma að læra á. Á hverjum degi sem líður verður varahlutaflæðið betra, starfsmenn læra betur á nýju kerfin og nýju ferlin og fleiri og fleiri varahlutir koma upp í Hádegismóa og inn í tæknivæddan vöruturninn. 

Verkstæði

Vinna þegar hafinn á verkstæði Veltis.

Vöruturn

Auðunn Atli, sölustjóri eftirþjónustu, raðar hér vörum í nýja vöruturninn.

Næstu skref eru svo að flytja aðra starfsemi Volvo atvinnutækja í Hádegismóa 8 og er undirbúningur þegar hafinn.

Við þökkum veittan skilning og hlökkum mikið til að sýna ykkur nýja og glæsilega þjónustumiðstöð.

Smelltu og skoðaðu myndir


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Brimborg er umboðsaðili Volvo atvinnutækja á Íslandi. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault atvinnubílaVerkstæði Veltis sér um alla þjónustu fyrir Volvo atvinnutæki m.a. smurþjónustu. Veltir Xpress er hraðþjónusta fyrir vörubíla, vagna og rútur þar sem boðið er uppá smurþjónustu, dekkjaþjónustu og vagnaþjónustu. Hjá Velti eru til varahlutir í Volvo atvinnutæki í miklu úrvali. Skoðunarstöð Fumherja fyrir stærri atvinnutæki er staðsett í húsnæði Veltis.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré