Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Ingólfur Már nýr þjónustustjóri Veltis

Ingólfur Már nýr þjónustustjóri Veltis
Ingólfur Már nýr þjónustustjóri Veltis

Ingólfur Már Magnússon er nýr þjónustustjóri Veltis og tekur hann við af Jóhanni Rúnari Ívarssyni sem færir sig yfir í söludeild Veltis og tekur við nýju starfi sölustjóra Dieci skotbómulyftara, Volvo Bus hópferðabíla og strætisvagna og Nokian atvinnubíla- og vélahjólbarða.

„Við erum mjög ánægð með að fá Ingólf í þetta starf, gleðilegt þegar fólk innan fyrirtækisins fær að vaxa með nýjum verkefnum og áskorunum. Okkar markmið er að veita áfram framúrskarandi þjónustu“ segir Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Veltis.

Ingólfur hefur starfað hjá Brimborg | Velti frá árinu 2012 og sem stjórnandi á vörubílaverkstæði Veltis frá árinu 2018. Ingólfur er bifvélavirki að mennt og hefur sótt fjölda námskeiða hjá Volvo og þekkir starfsemi og viðskiptavini Veltis vel. Ingólfur er í sambúð með Unni Friðriksdóttur og eiga þau saman tvær dætur.

„Ég er mjög spenntur fyrir að takast á við nýtt hlutverk hjá Velti og hlakka til að halda áfram að þjónusta okkar viðskiptavini með frábæru samstarfsfólki hjá Velti, í framúrskarandi aðstöðu okkar í Hádegismóum með okkar öflugu vörumerki“ segir Ingólfur.

Úrval atvinnutækja og framúrskarandi þjónusta

Veltir býður eingöngu hágæða merki í atvinnubílum og atvinnutækjum til kröfuharðra viðskiptavina. Veltir er umboðsaðili á Íslandi fyrir Volvo vörubíla, Renault vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara, Hammar gámalyftur, Humus sturtuvagna, Reisch tengivagna og Hiab hleðslukrana.  Að auki býður Veltir sérhæfðar ábyggingar og búnað og tryggir þannig heildarlausnir fyrir viðskiptavini sína. Veltir veitir eigendum atvinnutækja heildstæða þjónustu í framúrskarandi aðstöðu í Hádegismóum 8, Árbæ.

Verkstæði Veltis á Hádegismóum er það fullkomnasta í greininni með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki. Hjá Velti er í boði öll þjónusta frá varahlutum og viðgerðum til Nokian dekkja og ökumælaþjónustu. Einnig býður Veltir hraðþjónustu fyrir vöru- og sendibíla og rútur undir nafninu Veltir Xpress. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré