Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Jóhann Rúnar nýr sölustjóri Dieci, Volvo Bus og Nokian

Jóhann Rúnar nýr sölustjóri Dieci, Volvo Bus og Nokian
Jóhann Rúnar nýr sölustjóri Dieci, Volvo Bus og Nokian

Jóhann Rúnar Ívarsson færir sig yfir í söludeild Veltis og tekur við nýju starfi sölustjóra Dieci skotbómulyftara, Volvo Bus hópferðabíla og strætisvagna og Nokian atvinnubíla- og vélahjólbarða.

„Það er styrkur fyrir okkur að fá Jóhann Rúnar til að leiða sölu á þessum vörumerkjum og er hann góð viðbót við okkar öflugu söludeild. Okkar markmið er að veita áfram framúrskarandi þjónustu fyrir þau vörumerki sem við seljum“ segir Marteinn Jónsson, framkvæmdarstjóri Veltis.

Jóhann Rúnar hefur starfað hjá Brimborg | Velti frá árinu 2010 sem þjónustustjóri og á stóran þátt í velgengni Veltis. Jóhann Rúnar er meistari í vélvirkjun og iðnfræðingur að mennt og hefur sótt fjölda námskeiða hjá Volvo og þekkir starfsemi og viðskiptavini Veltis vel. Jóhann Rúnar þekkir öll okkar vörumerki og hefur komið að þjónustu við þau öll í gegnum tíðina.

„Ég hef lengi haft áhuga á sölu og markaðsmálum og hlakka til að aðstoða viðskiptavini Veltis áfram á nýjum vettvangi, í framúrskarandi aðstöðu okkar í Hádegismóum með okkar breiða úrval atvinnutækja“ segir Jóhann Rúnar.

Dieci skotbómulyftarar - nýjung hjá Velti

Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru gríðarlega öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun við erfiðar aðstæður.

Vinnuaðstaða stjórnenda er hin besta þar sem sýn úr ökumannshúsi er framúrskarandi og mikil áhersla lögð á öryggi tækjanna. Dieci býður breiða línu tækja, yfir 75 gerðir með lyftigetu allt að 23.000 kg og lyftihæð allt að 30 metrar. Aukabúnaður er fáanlegur í miklu úrvali svo sem mannkörfur, kranaspil, kranabómur, sópar og margar gerðir af skóflum sem gerir notin einstaklega fjölbreytt og eykur nýtingu tækjanna.

Í vörulínu Dieci er m.a.

  • Skotbómulyftarar, fjölnota sem henta til lands og sveita, allar stærðir
  • Skotbómulyftarar á snúning, henta í byggingariðnaði t.d sem vinnulyfta, krani eða lyftari
  • Liðstýrðir skotbómulyftarar henta verktakaiðnaði og öllum sem þurfa liðstýrða vinnuvél með skotbómu. Henta vel í mokstur, sem lyftari, fyrir sópa og í snjómokstur
  • Aukabúnaður fáanlegur í miklu úrvali til að auka not og nýtingu

Smelltu og kynntu þér Dieci skotbómulyftara

 


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré