Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Magnað teymi sérfræðinga

Frábær aðstaða til námskeiðahalds
Frábær aðstaða til námskeiðahalds

Í nýju húsnæði Veltis er frábær aðstaða til námskeiðahalds og hafa þó nokkur námskeið farið fram nú þegar. Í námskeiðsherberginu er gluggi út á verkstæðið sem tengir allt vel saman, það er svo einnig stutt að fara niður á gólf og prófa búnað. Sérfræðingar Veltis eru fróðleiksfúsir og verður gaman að fylgjast með þeim bæta enn meiru í þekkingarbankann.

Hiab Hydraulics námskeið

Nýlega fór fram Hiab Hydraulics námskeið fyrir starfsmenn vinnuvélaverkstæðis Veltis. Frábær aðstaða og allir gríðarlega ánægðir með flott námskeiði hjá Johan Dunnink frá Hiab.

Hiab námskeið

Hiab námskeið

Einn fullkomnasti bremsubúnaðurinn sem völ er á

Við fengum til okkar Tore Lövaas frá Lango Service í Noregi með námskeið fyrir starfsmenn á Volvo vörubifreiða- og rútuverkstæði Veltis í notkun á háþróuðum hjólastillingar- og hemlaprófunarbúnaði.

Bremsunámskeið

Mjög fullkominn hjólastillingarbúnaður er til staðar á verkstæði Veltis og það hefur sýnt sig að hægt er að minnka dekkjaslit og draga úr eldsneytiseyðslu á rétt hjólastilltum bíl og vagni. Þessi fullkomni búnaður eykur viðgerðarhraða sem gerir það að verkum að eigendur atvinnubíla og vagna ná betri nýtingu á sín atvinnutæki.

Hjólastilling

Bremsuprófanir

Bremsuprófanir

Búnaðurinn er einn fullkomnasti bremsuprófunarbúnaður sem völ er á markaðnum ásamt öflugum hristiplötum sem gerir okkur kleift á skjótan hátt að sjá slit í hjólabúnaði atvinnubíla. 

Bremsuprófunarbúnaður

AC Air Condition loftkælikerfi

Sören frá Besko Akademi kom til okkar og hélt námskeið fyrir AC Air Condition kerfi þar sem við vorum að fjárfesta í slíkum búnaði til að þjónusta AC Air Condition loftkælikerfi. 

AC kerfi

 


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt og Holms sópa og snjótennur. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig annast ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  Skilmálar  |  Veftré