Fara í efni  

Mest seldi vörubíll Volvo fagnar 30 árum af nýjungum

Mest seldi vörubíll Volvo fagnar 30 árum af nýjungum
Mest seldi vörubíll Volvo fagnar 30 árum af nýjungum

Í dag eru 30 ár síðan Volvo Trucks kynnti Volvo FH, mest selda vörubíl fyrirtækisins frá upphafi. Á Íslandi er og hefur Volvo FH verið mest selda einstaka gerð vörubíla árum saman. Frá upphafi hefur þetta flaggskip Volvo einkennst af frábærri hönnun, framúrskarandi þægindum fyrir ökumann, háþróaðri tækni og fyrsta flokks öryggislausnum.

Volvo FH er ein farsælasta gerð vörubíla frá upphafi með næstum 1,4 milljónir seldra vörubíla, á um 80 mörkuðum um allan heim. Hann var hannaður alveg nýr frá grunni og bauð strax upp á framúrskarandi aksturseiginleika og eldsneytisnýtingu og Volvo FH varð fljótlega tákn nýrra staðla í akstri vörubíla þegar hann kom á markað árið 1993. 30 árum síðar er Volvo FH enn á mikilli siglingu.

„Volvo FH er fullkomin blanda nýsköpunar og tækni sem hefur ýtt við markaðnum í 30 ár. Á öllum mikilvægum sviðum eins og þægindum ökumanns, eldsneytisnýtingu, öryggi og framleiðni, höfum við aldrei hætt að bæta þennan vörubíl. Ég er mjög stoltur af því að í dag geta viðskiptavinir okkar pantað Volvo FH sem rafknúinn, gasknúinn og dísil,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.

Byltingarkenndur leiðtogi frá upphafi

Volvo FH hefur verið og er leiðandi í nýsköpun. Með Volvo FH var hleypt af stokkunum algerlega nýjum undirvagni, með hönnun sem auðveldaði sveigjanlegar lausnir fyrir mismunandi flutninganotkun. Byltingarkennda driflínan var með alveg nýrri 12 lítra vél (16 lítra fyrir Volvo FH16) og nýja stýrishúsið bauð upp á einstaklega litla loftmótstöðu og þægindi fyrir ökumann.

Nýjungarnar hafa haldið áfram í gegnum árin, alltaf með gildi Volvo um öryggi, gæði og umhyggju fyrir umhverfinu sem útgangspunkt. Tímamóta nýjungar undanfarna þrjá áratugi eru loftpúði ökumanns, sjálfvirka gírkassalausnin I-Shift og Volvo Dynamic Steering, sem veitir áreynslulausa stýringu og einstaka lipurð.

Hönnun á útliti bílsins er ekki síður mikilvæg og eru baksýnisspeglar bílsins með einstakri grannri hönnun sem gefur ökumanni betri beina sýn, og V-laga aðalljósin, sem bjóða bæði aukið útsýni og þægindi fyrir ökumann á sama tíma og gefur vörubílnum áberandi útlit. Þetta eru aðeins tvö dæmi um hvernig Volvo tækni og hönnun er notuð til að skapa dýrmætan ávinning fyrir ökumanninn.

„Fyrsta kynslóð Volvo FH breytti leiknum um nútíma vörubíl. Síðan þá höfum við haldið áfram að setja nýja staðla í vöruflutningum og hleypt af stokkunum fimm kynslóðum til viðbótar af þessum vörubíl. Formúla okkar hefur verið sú að nýta allra nýjustu tækni á þann hátt sem bætir alltaf skýrum ávinningi fyrir viðskiptavini okkar og ökumenn. Sem sönnun fyrir árangursríkum stöðugum umbótaviðleitni okkar og stöðugri þróun er ég mjög stoltur af því að Volvo FH er eini vörubíllinn sem hefur þrisvar verið valinn „Alþjóðlegi vörubíll ársins“,“ segir Ylva Dalerstedt, langleiðisstjóri hjá Volvo Trucks.

Smelltu og kynntu þér Volvo vörubíla> https://bit.ly/3XGtRit


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré