Fara í efni  

Rafmagnsvörubílar nú fáanlegir í öll verkefni

Rafmagnsvörubílar nú komnir fyrir öll verkefni
Rafmagnsvörubílar nú komnir fyrir öll verkefni

Volvo Trucks, fyrstur alþjóðlegra vörubílaframleiðanda, hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á rafknúnum vörubílum, allt að 50 tonn að heildarþyngd (GVW)*. Volvo Trucks býður nú upp á breiðustu vörulínuna þar sem allar gerðir vörubíla frá Volvo Trucks fást nú í rafmagnsútgáfu, fyrir alla mögulega notkun.

Volvo Trucks hefur hafið fjöldaframleiðslu á rafknúnum útgáfum af öllum gerðum af þungum vöru- og flutningabílum: Volvo FL 100% rafmagn, Volvo FE 100% rafmagn, Volvo FM 100% rafmagn, Volvo FMX 100% rafmagn og Volvo FH 100% rafmagn. Þessir vörubílar eru sérstaklega hannaðir fyrir þungaflutninga, eru hljóðlátir og losa engan koltvísýring og geta ekið með heildarþyngd allt að 50 tonn*.

Vertu leiðtogi í orkuskiptum með Volvo rafmagnsvörubílum

Rafknúnir Volvo vörubílar henta vel í fjölbreytt verkefni, þar á meðal vörudreifingu, sorphirðu, gámaflutninga, snjómokstur, kranavinnu, jarðvegsflutninga og margvíslega byggingarvinnu. Verkefni eins og þessi eru oftar en ekki innan ákveðinna svæða eða milli svæða með akstursvegalengdum innan 300 km, sem gerir þau sérstaklega hentug fyrir rafknúna vörubíla. Sérfræðingar Veltis aðstoða þig við að finna rétta rafknúna vörubílinn og sérfræðingar Veltis hafa einnig byggt upp sérfræðiþekkingu fyrir hleðslulausnir sem henta þínum verkefnum.

Rafknúnir Volvo vörubílar henta einnig sérlega vel í verkefnum innan borgarmarka þar sem þeir eru sérstaklega hljóðlátir og framleiða engan útblástur og stuðla þannig að bættum lífsgæðum ökumanns og borgarbúa á svæðum þar sem vörubílar aka um.

Sveigjanlegar rafhlöðulausnir

Volvo býður sveigjanlegar rafhlöðulausnir fyrir vörubílana og hægt er að velja um pakka með tveimur rafhlöðum og upp í pakka með sex rafhlöðupökkum, allt eftir því hvaða kröfur þín verkefni gera til drægni og hleðslu. Þú getur sérsniðið þinn Volvo rafmagnsvörubíl að þínum þörfum með aðstoð sérfræðinga Veltis.

Loftslagsskuldbindingar Íslands kalla á tafarlausar aðgerðir

Ísland hefur skrifað undir alþjóðlegar skuldbindingar um að draga úr kolefnislosun á hverju ári til ársins 2030, sett enn metnaðarfyllri landsmarkið fyrir sama ár og lögfest að Ísland verði kolefnishlutlaust árið 2040. Ísland upplifði bakslag árið 2021 skv. bráðabirgðatölum frá Umhverfisstofnun þegar losun jókst um 1,9%.

„Það segir okkur að það er stórt verkefni fram undan og okkur liggur mikið á,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í viðtali við RÚV 16. september síðastliðinn.

Náist umrædd markmið ekki þýðir það umtalsverð fjárútlát á næstu árum fyrir ríkissjóð við kaup á losunarheimildum á alþjóðlegum mörkuðum. Aðeins örfá ár eru til stefnu sem kallar á tafarlausar og metnaðarfullar aðgerðir í samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs.

Vegna mikilvægis þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar um samdrátt í losun gróðuarhúsalofttegunda og til að auka orkuöryggi á Íslandi hafa stjórnvöld í bígerð að liðka til við kaup á rafknúnum vörubílum með tækjakaupastyrk. Líklegt er að auglýsing um styrkveitingar verði auglýstar í mars 2023.

Hleðsluinnviðir vörubíla styðja við hleðsluinnviði fyrir aðra bíla

Þó vörubílar hlaði með meira afli en fólksbílar þá er rafhleðslutækni vörubílanna byggð á sömu stöðlum og hleðslubúnaður fólksbíla, bæði í venjulegri hleðslu og hraðhleðslu og getur því einnig nýst til hleðslu fólksbíla, jeppa og sendibíla sem styrkir enn frekar innviðauppbyggingu í landinu.


Hleðslustöðvar til uppsetningar á vegg eða staurum t.d. á starfsstöðvum fyrirtækja eru 22 kW (AC) fyrir 16 tonna vörubíla og 43 kW (AC) fyrir stærri bíla sem þýðir að nóttin dugir vel til að fullhlaða vörubílana Ef skjóta þarf inn á þá orku yfir daginn þá taka þeir við hraðhleðslu. 16 tonna vörubílarnir taka við allt að 150 kW hraðhleðslu (DC) við allt að 750 volta spennu og þeir stærri taka við allt að 250 kW (DC) og einnig við allt að 750 volta. Þetta byggir á því að hleðslustöðvarnar séu rétt valdar með tilliti til þess að geta hlaðið vörubíla sem eru með hækkaðri spennu (allt að 900 volt). Það þýðir sem dæmi að hægt er að ná hleðslu á rafhlöðurnar sem duga til 100 km viðbótaraksturs á um 40-50 mínútum ef hlaðið er í hraðhleðslustöð sem gefur frá 180 kW - 225 kW.

Volvo Trucks býður upp á hermilíkan þar sem hægt er að skoða hvaða akstursleiðir henta best fyrir rafmagnsvörubíla. Þær er þá hægt að velja með það í huga að oftast verði bílarnir hlaðnir í lok vinnudags yfir kvöld og nótt og þeir fullhlaðnir að morgni. Á meira krefjandi leiðum verða hraðhleðslustöðvar notaðar til að skjóta raforku inn á bílana þegar færi gefst. Nú eru fyrstu rafknúnu Volvo vörubílarnir að koma til Íslands þar sem viðeigandi akstursleiðir og flutningaverkefni hafa verið valin þar sem hentugt er að byrja. Verkefnið verður mikill lærdómur um hvernig best er að haga uppsetningu hleðsluinnviða fyrir þungaflutningabíla og hvernig hleðsla þeirra geti átt sér stað með núverandi dreifikerfi raforku.

Brimborg reisir háhraða hleðslustöð

Mikilvægt er að byggja hratt upp innviði fyrir rafknúna vörubíla og aðra rafbíla. Því hefur Brimborg hafið undirbúning að stóru verkefni í þá veru. Fyrsta stöðin er háhraða hleðslustöð við Flugvelli 8 í Reykjanesbæ fyrir allar gerðir rafknúinna ökutækja. Um er að ræða háhraða stöð af nýrri og stærri gerð en áður hefur sést á Íslandi og hún uppfyllir kröfu meðal annars um hærri spennu (allt að 920 volt) rafmagnsvörubíla, stöðin sjálf er allt að 600 kW og við hana eru tengdir hleðslustaurar sem geta annað 8 bílum í einu. Hönnun stöðvarinnar miðar að því að geta þjónað annars vegar atvinnubílum s.s. stærri flutningabílum, léttari sendibílum, leigubílum og smárútum og hins vegar einkabílum íbúa og ferðamanna á eigin bílum og bílaleigubílum á leið í útleigu og skil frá erlendum og innlendum ferðamönnum.

*Heildarþyngd (Gross Combination Weight-GCW)


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré