Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Spennandi nýjungar á Bauma 2019

Starfsmenn Veltis á Bauma 2019
Starfsmenn Veltis á Bauma 2019

Stórsýning Bauma 2019 var haldin daganna 8.-14. apríl og voru starfsmenn Veltis á Volvo CE sýningarbás í höll C6 mánudag til föstudags. Sýningin að þessu sinni var sú stærsta hingað til hvað varðar sýningarsvæðið og fjölda sýnenda og strax í upphafi sýningar var búist við 10-15% aukningu í fjölda gesta frá því síðast.

Bauma 2019

2.300 fermetra sýningarbás Volvo

Gríðarlega mikill fjöldi fólks var inni í C6 höllinni þar sem Volvo CE var með 2.300 fermetra sýningarbás innandyra og yfir 5000 fermetra svæði utandyra en þar voru haldnar Volvo vélasýningar á tveggja tíma fresti yfir daginn. Heildarfjöldi Volvo CE vinnuvéla, Volvo vörubifreiða og Volvo Penta iðnaðarvéla sem voru til sýnis inni og úti voru hátt í 50 tæki.

Bauma 2019

Bauma 2019

Bauma 2019

Rafknúnar Volvo CE vinnuvélar

Á þriðjudeginum var haldin blaðamannafundur þar sem þeir Melker Jernberg forstjóri Volvo CE, Roger Alm forstjóri Volvo Trucks og Björn Ingemansson forstjóri Volvo Penta kynntu framtíðaráform Volvo vörumerkjana og sátu síðan fyrir svörum.  Á sýningunni voru afhjúpaðar tvær Volvo CE vinnuvélar sem eru að fullu rafknúnar, en þar voru á ferðinni L25 hjólaskófla og EC25 beltagrafa. Þessar vélar fara í framleiðslu á næsta ári fyrir ákveðin markaðssvæði. Spennandi tímar framundan hjá Volvo atvinnutækjum.

Bauma 2019

Viljum við þakka öllum þeim Íslendinum sem komu við hjá okkur í höll C6 kærlega fyrir komuna.

Myndir frá Bauma 2019

Komdu í Hádegismóa

Bendum við áhugasömum um að kíkja við hjá okkur að Hádegismóum 8 eða senda okkur tölvupóst á sala@veltir.is og fá frekari upplýsingar um þau fjölmörgu Volvo atvinnutæki sem við getum boðið okkar viðskiptavinum.

 


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt og Holms sópa og snjótennur. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig annast ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  Skilmálar  |  Veftré