Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Volvo valin Hópbifreið ársins 2019 á Spáni

Volvo 9000 lína Volvo er Hópbifreið ársins 2019 á Spáni!
Volvo 9000 lína Volvo er Hópbifreið ársins 2019 á Spáni!

Nýja Volvo 9000 lína Volvo Bus hlaut nýlega hin virtu verðlaun Hópbifreið ársins 2019 á Spáni. Volvo skaraði framúr hvað varðar þægindi, öryggi, akstursánægju og framleiðni. Það er sannur heiður að hljóta þessi verðlaun.

Verðlaunin eru veitt af spænska ferðatímaritinu Revista Viajeros og eru þau ein þau virtustu í samgönguiðnaðinum. Dómnefndin samanstendur af sérfræðingum, rekstraraðilum, samtökum, yfirvöldum, framleiðendum og umboðsmönnum.

"Við erum mjög stolt af þessum verðlaunum. Það er alltaf heiður að fá viðurkenningu eins og þessa á gæðum og þeirri vinnu sem fer í þróun og framleiðslu á Volvo 9000 línunni", sagði Jaime Verdú, framkvæmdarstjóri Volvo Bus á Spáni.

Volvo 9700 á leið til landsins

Það er mikil spenna í loftinu að fá fyrstu Volvo 9700 hópbifreiðarnar til landsins í mars. Í nýju rútunum eru ýmsar nýjungar og verður spennandi að fá að kynna þær betur fyrir ykkur. Fylgstu með!

Volvo 9000 Rúta ársins

 


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Brimborg er umboðsaðili Volvo atvinnutækja á Íslandi. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault atvinnubílaVerkstæði Veltis sér um alla þjónustu fyrir Volvo atvinnutæki m.a. smurþjónustu. Veltir Xpress er hraðþjónusta fyrir vörubíla, vagna og rútur þar sem boðið er uppá smurþjónustu, dekkjaþjónustu og vagnaþjónustu. Hjá Velti eru til varahlutir í Volvo atvinnutæki í miklu úrvali. Skoðunarstöð Fumherja fyrir stærri atvinnutæki er staðsett í húsnæði Veltis.

© Höfundarréttur 2013-2017  |  Skilmálar  |  Veftré