Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Volvo FH16 mest seldi vörubíllinn

Volvo vörubílar seljast eins og heitar lummur
Volvo vörubílar seljast eins og heitar lummur

Nýir Volvo vörubílar seljast eins og heitar lummur þessa dagana og það sem af er ári er Volvo með 31% hlutdeild af seldum vörubílum yfir 10 tonn.

Volvo FH16 er mest selda einstaka gerð vörubíla á Íslandi enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Veltir hefur afhent 18 vörubíla yfir 10 tonn á árinu sem er 31,0% hlutdeild af vörubílamarkaði og 125% söluvöxtur frá fyrra ári. Markaður fyrir vörubíla yfir 10 tonn fyrstu sex mánuði ársins er 58 bílar og er það aukning frá sama tíma í fyrra um 20,8%. Volvo er því að vaxa mun hraðar og auka hlutdeild sína á vörubílamarkaði.

Veltir - Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er umboðsaðili Volvo vörubíla, Volvo vinnuvéla, Volvo rúta og strætisvagna og Volvo Penta bátavéla. Veltir flutti í nýjar 4000 fermetra þjónustumiðstöð í lok árs 2018 og hefur aukin afkastageta tryggt aukna þjónustu, framúrskarandi varahlutaþjónustu og þjónustuframboð sem hefur leitt til forystu á markaði fyrir atvinnbíla og atvinnutæki. Efnahagslífið er að taka mjög hressilega við sér sem er að skila sér í mikilli aukningu á eftirspurn eftir atvinnubílum og atvinnutækjum. Það hefur leitt til þess að pantanastaða Veltis fyrir nýja atvinnubíla og atvinnutæki er mjög sterk sem mun tryggja umtalsverðan vöxt einnig á seinni hluta ársins.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt og Holms sópa og snjótennur. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig annast ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré