Fara í efni  

Volvo vinnuvélar vinsælastar á Íslandi 2023

Volvo vinnuvélar vinsælastar á Íslandi
Volvo vinnuvélar vinsælastar á Íslandi

Sala á Volvo vinnuvélum hjá Velti árið 2023 gekk vel og voru Volvo vinnuvélar þær vinsælustu á Íslandi á árinu. Alls afhenti Veltir 58 Volvo vinnuvélar og Volvo búkollur árið 2023 til kröfuharðra viðskiptavina. Heildarmarkaður vinnuvéla var sterkur og mikil eftirspurn eftir vinnuvélum en fimmta hver vinnuvél var frá Volvo. Volvo hjólaskóflur eru að auki í sérflokki og tróna á toppnum með yfir 41% hlutdeild á markaðnum.

Veltir hóf sölu á rafknúnum Volvo vinnuvélum í desember 2022 og er Volvo samsteypan með háleit markmið um að fjölga rafknúnum atvinnutækjum á næstu árum. Í dag býður Veltir upp á Volvo ECR18 og ECR25 rafknúnar beltagröfur og Volvo L20 og L25 rafknúnar hjólaskóflur. Fljótlega bætast við rafknúin Volvo EC230 beltagrafa og rafknúin Volvo L120H hjólaskófla. Spennandi tímar eru fram undan hjá Volvo í orkuskiptum og betri nýtingu á orku fyrir vinnuvélar á heimsvísu og margar nýjungar koma til með að líta dagsins ljós á næstu árum.

VÆNTANLEGAR RAFKNÚNAR VOLVO VINNUVÉLAR

                           
                                           

 

Netsala á nýjum Volvo vinnuvélum

Í Vefsýningarsal Veltis er að finna allar upplýsingar um ný atvinnutæki til sölu.
Vefsýningarsalurinn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og þar er hægt að skoða ný atvinnutæki, hvort sem þau eru á lager eða í pöntun og áætlaðan komutíma til landsins, sjá verð og helsta búnað og senda inn fyrirspurn eða óska eftir tilboði.

SKOÐAÐU VOLVO VINNUVÉLAR Í VEFSÝNINGARSALNUM

Viðskiptavinir treysta á Volvo og Velti

"Síðustu tvö ár hafa verið góð í sölu Volvo vinnuvéla og eftirspurn eftir nýjum Volvo vinnuvélum verið mikil. Við erum að selja traustar og góðar vélar sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður í gegn um árin. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Volvo vinnuvélum í orkuskiptum og orkusparnaði, ásamt áframhaldandi þróun í tækni og öryggismálum. Okkar viðskiptavinir treysta á okkar góðu þjónustu og öryggi sem Volvo hefur alla tíð haft að leiðarljósi. Sambland af frábæru starfsfólki, tryggum, kröfuhörðum viðskiptavinum, hágæða atvinnutækjum og glæsilegri þjónustumiðstöð þar sem allt er á einum stað tryggir Volvo vinnuvélum þennan frábæra árangur", segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré