Flýtilyklar
2 ár frá flutningum í nýtt húsnæði í Hádegismóum

Veltir – Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar er eitt af sex viðskiptasviðum hjá Brimborg og fagnar nú tveggja ára afmæli í nýju húsnæði að Hádegismóum 8 í Árbæ sem opnað var í nóvember 2018.
Veltir er sölu- og þjónustuumboð fyrir Volvo vörubíla og Renault vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og Volvo Penta bátavélar ásamt Hiab hleðslukrönum fyrir vörubíla. Veltir veitir eigendum atvinnutækja heildstæða þjónustu með bestu fagmönnum í framúrskarandi verkstæðisaðstöðu á Hádegismóum 8 í Árbæ. Verkstæðin eru þau fullkomnustu í greininni með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki.
Hjá þjónustumiðstöð Veltis er í boði öll þjónusta frá varahlutum og viðgerðum fyrir Volvo atvinnutæki og Hiab krönum til Nokian dekkja, vagna- og ökumælaþjónustu. Einnig býður Veltir hraðþjónustu fyrir vöru- og sendibíla og rútur undir nafninu Veltir Xpress. Í þjónustumiðstöð Veltis er einnig Frumherji með afar fullkomna skoðunarstöð.
Renndu við eða hringdu og sérfræðingar Veltis taka vel á móti þér. Veltir, Hádegismóum 8, Árbæ.
"Húsnæðið er að virka frábærlega í alla staði. Tekist hefur að auka afköst sem viðskiptavinir njóta með okkur, með lægra verði á þjónustu, olíu- og dekkjaþjónustu. Aðstaðan er sérhönnuð fyrir stór tæki og nóg pláss til að athafna sig. Við erum með flottasta verkstæði landsins í höndunum og frábært starfsfólk með mikla reynslu og þekkingu. Öll aðstaða er til fyrirmyndar bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini" segir Jóhann Rúnar Ívarsson, þjónustustjóri Volvo atvinnutækja hjá Velti.