Fara í efni  

Breyting á nettengingu við Volvo vörubíla og vinnuvéla

Er vörubifreiðin eða vinnuvélin þín með TGW-4G eða eldri útgáfu 2G eða 3G nettengingu?
Er vörubifreiðin eða vinnuvélin þín með TGW-4G eða eldri útgáfu 2G eða 3G nettengingu?

Er vörubifreiðin eða vinnuvélin þín búin TGW-4G tengingu eða er hún með eldri 2G/3G búnað?

Um áramótin 2025/2026 hættu símafyrirtæki stuðningi við TGW-2G og TGW-3G. Eftir áramótin tók TGW-4G við, og ökutæki sem enn nota 2G/3G munu ekki lengur hafa nettengingu. Þetta þýðir að þjónustur eins og flotastýring (Volvo Connect) sem byggir á kerfi tækjanna hættir að virka.

Einnig verður ekki lengur hægt að lesa bilanakóða eða framkvæma aðra fjar­greiningu, og þurfa tækin því að koma á verkstæði ef viðvaranir eða bilanir koma upp.

Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Velti um hvaða búnaður er í bifreiðum eða vinnuvélum viðskiptavina og fá tilboð í breytingu.

Hafðu samband

Hafðu samband við okkur í síma 510 9100 eða sendu skilaboð í gegnum snjallmennið okkar á síðunni og við leysum málið.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara Vörubíla- og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré