Fara í efni  

Bylting: Volvo Trucks byrjar fjöldaframleiðslu á rafknúnum þungaflutningabílum

Volvo rafknúnir þungaflutningabílar
Volvo rafknúnir þungaflutningabílar

Volvo Trucks, fyrstur alþjóðlegra vörubílaframleiðanda, hefur nú hafið fjöldaframleiðslu á rafknúnum þungaflutningabílum, allt að 44 tonn* að heildarþyngd.

Volvo Trucks er að hefja fjöldaframleiðslu á rafknúnum útgáfum af mikilvægasta vöruúrvali fyrirtækisins, þungum vöru- og flutningabílum: Volvo FH, Volvo FM og Volvo FMX. Þessir vörubílar geta ekið með heildarþyngd upp á 44 tonn* og gerðirnar þrjár eru um tveir þriðju af sölu fyrirtækisins.

Með þessum nýju viðbótum er Volvo Trucks með sex raftrukka í fjöldaframleiðslu á heimsvísu, þar af fimm fyrir Evrópumarkað – breiðasta rafknúna trukkalínan í greininni.

„Þetta er risastór áfangi og sannar að við erum að leiða umbreytingu iðnaðarins. Það eru innan við tvö ár síðan við sýndum þunga rafmagnstrukka okkar í fyrsta skipti. Núna erum við að auka magn og munum afhenda þessa frábæru vörubíla til viðskiptavina um alla Evrópu,“ og síðar einnig til viðskiptavina í Asíu, Ástralíu og Suður-Ameríku,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.

Fjöldaframleiðsla á þungum rafknúnum vöru- og flutningabílum Volvo mun hefjast í Tuve verksmiðjunni í Gautaborg í Svíþjóð og á næsta ári mun verksmiðjan í Gent í Belgíu fylgja í kjölfarið. Volvo framleiðir rafmagnstrukkana á sömu framleiðslulínu og hefðbundnir vöru- og flutningabílar, sem gefur mikinn sveigjanleika í framleiðslu og hagkvæmni. Rafhlöðurnar eru útvegaðar af nýrri rafhlöðusamsetningarverksmiðju Volvo Trucks í Gent.

Eftirspurn eftir rafknúnum vöru- og flutningabílum eykst hratt á mörgum mörkuðum, þar sem einn drifkrafturinn er þörf flutningakaupenda til að skipta yfir í jarðefnalausa flutninga til að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum. Rafmagnstrukkalína Volvo Trucks getur dekkað um 45% af öllum vörum sem fluttar eru í Evrópu í dag.**

„Við höfum nú þegar selt um 1.000 þunga rafknúna vöru- og flutningabíla og meira en 2.600 raftrukka alls. Við gerum ráð fyrir að magnið aukist verulega á næstu árum. Árið 2030 ættu að minnsta kosti 50 prósent af vöru- og flutningabílum sem við seljum á heimsvísu að vera rafknúnir,“ segir Roger Alm.

Rafmagnstrukkalína Volvo Trucks með sex gerðum nær yfir margs konar notkun, svo sem borgardreifingu og sorphirðu, svæðisflutninga og byggingarvinnu.

*Heildarþyngd (Gross Combination Weight-GCW)

**Samkvæmt hagskýrslum Eurostat „Road Freight Transport by distance“ (2018), fara 45% allra vöruflutninga á vegum í Evrópu styttri vegalengd en 300 km.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu þjónustumiðstöðina okkar.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré