Fara í efni  

BYLTINGARKENND NÝJUNG Í DIECI AGRI MAX POWER X2

Kynntu þér DIECI AGRI MAX POWER X2
Kynntu þér DIECI AGRI MAX POWER X2

Dieci leggur áherslu á að bjóða uppá afkastamikla skotbómulyftara sem hennta vel fyrir rekstaraðila í mismunandi greinum. Við hönnun og framleiðslu Agri Max Power X2, sem er sérstaklega hannaður fyrir landbúnaðargeirann, var lögð áhersla á að tryggja hámarksafköst, minnka kostnað og hámarka uppitíma.

Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru gríðarlega öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun. Sýn úr ökumannshúsi er framúrskarandi og mikil áhersla lögð á öryggi tækjanna. Dieci býður breiða línu tækja, yfir 75 gerðir með lyftigetu allt að 23.000 kg og lyftihæð allt að 30 metrar. Aukabúnaður er í miklu úrvali á lyftarana svo sem mannkörfur, kranaspil, kranabómur, sópar, margar gerðir af skóflum og svo framvegis.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 til að fá nánari upplýsingar eða sendu okkur tölvupóst á salah8@veltir.is

SMELLTU OG KYNNTU ÞÉR DIECI

SKOÐAÐU DIECI Í VEFSÝNINGARSALNUM

Afkastamesti Dieci lyftarinn

Agri MAX Power X2 sameinar afkastamesta skotbómulyftarann frá Dieci með nýrri HVT-1 tækni en með henni kemur meiri fjölhæfni, meiri kraftur sem gerir tækinu kleyft að ná 50 km hraða á klst ásamt því að skila meiri skilvirkni og minni eldsneytisnotkun.

Fjölnota farartæki fyrir ýmsar atvinnugreinar

Dieci lyftarar eru fjölnota faratæki sem eru tilvalin til vinnu í hinum ýmsu greinum og hafa reynst vel við búfjárrækt, garðyrkju og kornrækt svo eitthvað sé nefnt. Power Split skipting Dieci byggir á stöðugum sjálfvirkum breytileika hraða og togs, þar sem vélrænn vökvabúnaðurinn stillir afköst í samræmi við álagið sem vélin er undir. Hitastýriloki ásamt rafeindastýringu viftunar stjórnar olíuhitanum og heldur honum stöðugum, til að tryggja nákvæmar hreyfingar og stjórnun á átaki.

Kostir HVT-1 tækni Dieci:

  • Ferðahraði allt að 50 km/klst
  • Hámarkstog á hjólin við kyrrstöðu og á lágum hraða til að standa undir hámarks afkastagetu við erfiðar aðstæður
  • Hröð og þægileg í afturábak
  • Lágmarks eldsneytisnotkun við hæstu afköst
  • Minni hávaði og titringur
  • Aukin nákvæmni og betri viðbrögð við stjórnun
  • Meira grip á hjólum: meiri þægindi við að draga vagna á vegum

Agri Max Power X2: Tækni, styrkur og nákvæmni

CAN-BUS tækni Dieci gerir stjórnun á tækinu sérlega lipra og samþættir hún vinnslu vél- og hugbúnaðar. Fjöðrunarkerfi er höggdreyfikerfi er á framrás sem auðveldar stjórn og tryggir hámarks þægindi við akstur. Í nýjum Agri Max Power X2 eru fjórar akstursstillingar, eco, normal, loader og creeper sem hámarka afköst vélarinnar við allar aðstæður. Í tækinu er einnig nýtt bremsukerfi með uppfærðum bremsum á báðum ásum. Hydro-pneumatic bómfjöðrunin dregur verulega úr sveiflum sem verða þegar ekið er á grófu undirlagi eða á meiri hraða. Þverskipt jöfnunarkerfi Dieci er innbyggt í stýrikerfi fjörðunarbúnaðar sem gerir stjórnandanum kleift að staðsetja undirvagninn alltaf lárétt og gerir þannig vinnuna öruggari jafnvel í grófu undirlagi.

Innra rými Dieci Agri Max Power X2 er allt hið glæsilegasta og samanstendur af Giugiaro Design stýrishúsi, með hita í sæti, meira plássi fyrir stjórnanda, stillanlegri stýrissúlu og armpúðum, og hljóðeinangrað þak, mælaborð og mottu. Nýr 7” skjárinn er með auðveldri og leiðandi leiðsögn sem veitir mikinn sýnileika og er auðveldur í notkun. Með veltivarnarljósum fellur skjárinn óaðfinnanlega að öryggiskerfi ökutækisins. Zero Shock System höggdeyfakerfið dregur úr sveiflu stýrishússins jafnvel við akstur á grófu undirlagi.

Dieci Agri Max X2 er fjölhæft vinnutæki

HVT-1 skiptingin umbreytir Agri Max í framúrskarandi skotbómulyftara sem hentar fyrir fjölbreytta notkun og er með vistvænt fótspor. Þessi tækni ásamt frábærum eiginleikum Dieci skotbómulyftara, gerir tækið fullkomið lítil sem stór verkefni.

Nýr Agri Max Power X2, fáanlegur í þremur gerðum 50.8, 60.9 og 65.8, býður upp á lyftigetu allt að 6.500 kg og hámarkshæð 9m. Hleðsla, losun, flutningur, lyftingar og meðhöndlun er sérstaða Dieci skotbómulyftara og vinnur tækið fjölbreytt störf með hámarksafköstum.

SMELLTU OG KYNNTU ÞÉR DIECI

SKOÐAÐU DIECI Í VEFSÝNINGARSALNUM


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré