Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Covid-19 kórónaveira upplýsingar | Veltir

Fordæmalausir tímar vegna Covid-19
Fordæmalausir tímar vegna Covid-19

Ágæti viðskiptavinur

Það eru fordæmalausir tímar og við erum öll að leggja okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Heilsufar og velferð viðskiptavina og starfsmanna er okkur hjartans mál um leið og við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo atvinnutækið þitt sé í topplagi.

Þú getur verið fullviss um að við hjá Velti gerum mjög háar kröfur um þrif og höfum aukið þrif til mikilla muna. Í ljósi núverandi ástands með COVID-19, höldum við áfram að vinna með öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum og minnum á nauðsyn og tíðni góðs handþvotts. Öll umferð vina og ættingja starfsmanna Veltis hefur verið bönnuð á starfsstöðvum Veltis í ljósi aðstæðna. Fundir eru á stafrænu formi og ferðalög úr landi bönnuð og við hvetjum til notkunar á snertilausum greiðslum.

Viðskiptavinir og starfsfólk hefur aðgang að einnota hönskum og spritti. Við höfum stöðvað eða takmarkað mjög samgang starfsmanna milli deilda, sent fjölmarga starfsmenn heim í fjarvinnu, tryggt að aldrei séu fleiri en 20 einstaklingar, viðskiptavinir eða starfsmenn í sama rými og að alltaf séu 2 metrar á milli einstaklinga.

Afgreiðslutími okkar er óbreyttur og starfsfólk Veltis er til þjónustu reiðubúið og nú sem aldrei fyrr reynir á rafrænar lausnir. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum um hæl. Við leggjum áherslu á okkar rafrænu leiðir til að hafa samband við söluráðgjafa vegna nýrra og notaðra tækja, verkstæði og varahluti.

Varahluta- og verkstæðisþjónusta

Veltir hefur farið í viðamiklar aðgerðir til að tryggja að við getum veitt viðskiptavinum okkar áframhaldandi framúrskarandi varahluta- og verkstæðisþjónustu.  Við bjóðum upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á varahlutum og þjónustu, fylgjum reglum í hvívetna um 20 manna hámarksfjölda í hverju rými og að 2 metrar séu ávallt á milli einstaklinga. Háum kröfum um hreinlæti er fylgt í einu og öllu við afgreiðslu varahluta og við verkstæðisþjónustu. Við komu ökutækis á verkstæði setja tæknimenn á sig nýja hanska og að þjónustu lokinni eru allir helstu snertifletir ásamt lyklum bíla sem koma á verkstæði Veltis sótthreinsaðir.

Pantaðu tíma á netinu og skilaðu lyklunum í lúguna. Einfalt og þægilegt. 

Pantaðu tíma á netinu hjá verkstæðum Veltis og Velti Xpress og skilaðu lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur sótt tækið eftir lokun ef það hentar þér. Einfalt og þægilegt.

Panta tíma á verkstæði Veltis

Panta tíma á verkstæði Veltis Xpress

Panta varahluti

Varahlutir sem fást hjá Velti eru frá upprunalegum framleiðendum (original) og lúta ströngustu gæðakröfum. Veltir er einnig umboðsaðili WABCO varahluta fyrir vagna og Knorr-bremse varahluti í vörubifreiðar, rútur og vagna. Hjá okkur starfa sérfræðingar sem kappkosta að veita framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf til að finna rétta varahlutinn fyrir þig á augabragði.  Þú getur pantað varahluti á netinu og greitt með símgreiðslu eða millifærslu og keyrum til þín þér að kostnaðarlausu ef þú ert með starfsstöð á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum eða Akranesi.

PANTA VARAHLUT 

Ný og notuð atvinnutæki til sölu hjá Velti

Ný og notuð tæki til sölu í miklu úrvali hjá Velti. Fjármögnun með sögulega lágum vöxtum. Kynntu þér úrvalið á veltir.is.

Notað: Vörubílar og vinnuvélar

Notaðar rútur

Nýir volvo vörubílar

Nýjar Volvo vinnuvélar

Nýjar Volvo rútur

Nýjar Volvo Penta bátavélar

 


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt og Holms sópa og snjótennur. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig annast ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  Skilmálar  |  Veftré