Fara í efni  

Fyrsta Volvo ECR 235EL vinnuvélin á Íslandi afhent

Elvar Harðarson frá Gröfutækni tekur hér við nýju vélinni!
Elvar Harðarson frá Gröfutækni tekur hér við nýju vélinni!

Gröfutækni EHF á Flúðum fengu á dögunum afhenta ríkulega búna Volvo ECR 235EL vinnuvél.

Um er að ræða fyrstu vélina á Íslandi af þessari gerð. Það sem er helst að nefna er að þessi vél er í ,,compact flokki" sem þýðir að hönnun hennar gerir vinnu við þröngar aðstæður einfaldari þar sem að ballest er smíðuð upp og fer þess vegna afturendi vélarinnar mest u.þ.b. 10 -15 cm út fyrir undirvagn. Vélin er með  tvískipta bómu og tönn á undirvagni. Vélin kemur fullbúin frá verksmiðju og var Steelwrist tiltrotor sett á í verksmiðju ásamt Volvo Dig Assist Gps graftrarkerfi með Trimble viðbót. 

Kynntu þér Volvo vinnuvélar

Við óskum Gröfutækni innilega til hamingju með nýju Volvo ECR 235EL vinnuvélina.

Volvo ECR vinnuvél

Volvo ECR vinnuvél

Volvo ECR vinnuvél

Á myndunum má sjá Elvar Harðarson frá Gröfutækni og Þórarinn Vilhjálmsson frá Velti.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré