Fara í efni  

MEtravel kaupir flota af Volvo hópferðabílum hjá Velti

MEtravel kaupir flota af Volvo hópferðabílum frá Velti
MEtravel kaupir flota af Volvo hópferðabílum frá Velti

Ásmundur Halldór Einarsson og Elín Elísabet Hreggviðsdóttir eigendur MEtravel ehf undirrituðu samning við Velti um kaup á níu mjög vel útbúnum Volvo lúxus rútum fyrir árið 2023. Samningurinn var undirritaður í heimahögum MEtravel ehf á Selfossi 02.02.2023 og eru fyrstu bílarnir væntanlegir í næsta mánuði. Við hjá Velti erum þakklát fyrir traustið sem þau sýna okkur og Volvo með þessum samning og hlökkum til samstarfsins við fyrirtækið.

Nýr Volvo floti MEtravel

Nýr Volvo floti MEtravel samanstendur af níu mjög vel útbúnum Volvo lúxus rútum, Volvo 9900 6x2 og Volvo 9700 6x2 og 4x2.

Volvo 9900 6x2 með sparneytnum 13 lítra Volvo 500 hö mótor og nýjustu kynnslóð af hinum magnaða I-shift gírkassa. Einnig eru mjög vandaðar innréttingar í bílunum og má þar nefna Volvo sæti, USB tengi við hvert sæti og nýtt afþreyingarkerfi frá Volvo ásamt VDS Volvo rafmagnsstýri svo eitthvað sé upptalið.

Volvo 9700 6x2 og 4x2 með sparneytnum 13 lítra Volvo 460 hestafla mótor og nýjustu kynslóð af hinum magnaða I-shift gírkassa. Einnig eru mjög vandaðar innréttingar í bílunum og má þar nefna Volvo sæti, USB tengi við hvert sæti og nýtt afþreyingarkerfi frá Volvo ásamt VDS Volvo rafmagnsstýri og myndavélaspeglum svo eitthvað sé nefnt.

Smelltu og kynntu þér Volvo rútur

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar

 

 


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré