Fara í efni  

Öflugur Humus 10CT sturtuvagn kominn í Velti

Nýr Humus 10CT sturtuvagn
Nýr Humus 10CT sturtuvagn

Fyrsti Humus 10CT vagninn er kominn til landsins og er til sýnis hjá Velti í Hádegismóum 8. Veltir er nú orðinn sölu- og þjónustuaðili fyrir Humus sturtuvagna á Íslandi. Humus sturtuvagnar eru einstaklega góð hönnun fyrir verktaka með hjólagröfur enda einstaklega vel útfærð hönnun. Hentar einnig vel fyrir dráttarvélar. 

Komdu, skoðaðu og prófaðu!

Humus 10CT vagninn

Á Humus 10CT vagninum er hærra og lengra beisli, til að passa betur aftan í hjólagröfur, framgafl skúffu er hannaður og smíðaður til að það sé betra að moka efni af honum með gröfu. Skúffa vagnsins er úr Hardox 450 stáli, 6mm í gólfi og 4mm í hliðum. Vagninn kemur á breiðum flotdekkjum með aurhlífum yfir öllum dekkjum.

Einnar línu sturtukerfi

Vagninn er með vökvabremsum og einnar línu vökvakerfi, aðeins ein lína til að opna gaflloku og til að sturta úr vagni.  Frágangur á vökvaslöngum og rafmagnsleiðslum er allur varinn til að varnast skemmdum. Glussavör að aftan er sjálfvirk og opnast um leið og er byrjað að sturta og lokast þegar skúffa er komin niður. 

Hafðu samband

Sturtuvagnar frá Humus eru fáanlegir í úrvali hjá Velti ásamt sérfræðiráðgjöf við val á vögnum. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja nýjan Humus 10CT vagninn.

Humus 10CT

Humus CT10

Humus CT10

Humus CT10

Humus CT10

Humus CT10

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

 

 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré