Flýtilyklar
Öflugur Humus 10CT sturtuvagn kominn í Velti
Fyrsti Humus 10CT vagninn er kominn til landsins og er til sýnis hjá Velti í Hádegismóum 8. Veltir er nú orðinn sölu- og þjónustuaðili fyrir Humus sturtuvagna á Íslandi. Humus sturtuvagnar eru einstaklega góð hönnun fyrir verktaka með hjólagröfur enda einstaklega vel útfærð hönnun. Hentar einnig vel fyrir dráttarvélar.
Komdu, skoðaðu og prófaðu!
Humus 10CT vagninn
Á Humus 10CT vagninum er hærra og lengra beisli, til að passa betur aftan í hjólagröfur, framgafl skúffu er hannaður og smíðaður til að það sé betra að moka efni af honum með gröfu. Skúffa vagnsins er úr Hardox 450 stáli, 6mm í gólfi og 4mm í hliðum. Vagninn kemur á breiðum flotdekkjum með aurhlífum yfir öllum dekkjum.
Einnar línu sturtukerfi
Vagninn er með vökvabremsum og einnar línu vökvakerfi, aðeins ein lína til að opna gaflloku og til að sturta úr vagni. Frágangur á vökvaslöngum og rafmagnsleiðslum er allur varinn til að varnast skemmdum. Glussavör að aftan er sjálfvirk og opnast um leið og er byrjað að sturta og lokast þegar skúffa er komin niður.
Hafðu samband
Sturtuvagnar frá Humus eru fáanlegir í úrvali hjá Velti ásamt sérfræðiráðgjöf við val á vögnum. Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja nýjan Humus 10CT vagninn.