Fara í efni  

STÆRSTA ÁR VOLVO VÖRUBÍLA FRÁ UPPHAFI. VOLVO FH16 MEST SELDA EINSTAKA GERÐIN

Volvo vöru- og flutningabílar seldust vel á Íslandi 2023
Volvo vöru- og flutningabílar seldust vel á Íslandi 2023

Nýliðið ár var stærsta ár í sögu Volvo vöru- og flutningabíla á Íslandi og seldust 94 nýir vörubílar yfir 10 tonn samanborið við 50 árið 2022 sem er 88% aukning. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn var Volvo FH16 enn eitt árið mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Volvo vörubílar voru einnig leiðandi á markaði fyrir rafmagnsvörubíla með yfir 70% hlutdeild og í heild var þriðji hver vörubíll á markaðnum frá Volvo.

Volvo og Veltir leiðtogar i orkuskiptum

Veltir með Volvo vörubíla er leiðtogi í orkuskiptum í þungaflutningum á Íslandi með 12 bíla skráða á árinu 2023 eða 70,6% af rafmagnvörubílamarkaðnum á Íslandi. Bílarnir eru notaðir í fjölbreyttum verkefnum og marka upphaf orkuskipta í þungaflutningum á Íslandi og eru komnir til að vera. Spennandi tímar eru fram undan í þróun rafmagnsvörubíla hvað varðar stærð battería, drægni, hleðslugetu og hleðsluhraða sem kemur til með að fjölga tækifærum fyrir þessa bíla og gera fleirum kleift að skipta yfir í græna íslenska orku. Volvo FH rafmagns var í nóvember 2023 valinn International Truck of the Year 2024. Í útskýringu á valinu er talað um að hann sé verðlaunaður fyrir frammistöðu, óaðfinnanlega hröðun, hljóðlátur og titringslaus.

Volvo FH rafmagns var í nóvember 2023 valinn International Truck of the Year 2024

"Síðasta ár var einstaklega gott í sölu á Volvo vörubílum og eftirspurn eftir nýjum vörubílum var mikil og við stigum leiðandi skref á markaðnum varðandi rafmagnsvörubíla. Við erum að selja traustar og góða vörubíla sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður í gegnum árin. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Volvo í orkuskiptum og orkusparnaði, ásamt áframhaldandi þróun í tækni og öryggismálum. Okkar viðskiptavinir treysta á okkar góðu þjónustu og öryggi sem Volvo hefur alla tíð haft að leiðarljósi. Sambland af frábæru starfsfólki, tryggum, kröfuhörðum viðskiptavinum, hágæða atvinnutækjum og glæsilegri þjónustumiðstöð þar sem allt er á einum stað tryggir Volvo vörubílum þennan frábæra árangur", segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré