Flýtilyklar
STÆRSTA ÁR VOLVO VÖRUBÍLA FRÁ UPPHAFI. VOLVO FH16 MEST SELDA EINSTAKA GERÐIN
Nýliðið ár var stærsta ár í sögu Volvo vöru- og flutningabíla á Íslandi og seldust 94 nýir vörubílar yfir 10 tonn samanborið við 50 árið 2022 sem er 88% aukning. Í flokki vöru- og flutningabíla yfir 16 tonn var Volvo FH16 enn eitt árið mest seldi vöru- og flutningabíllinn af einstökum gerðum enda þrautreyndur við íslenskar aðstæður. Volvo vörubílar voru einnig leiðandi á markaði fyrir rafmagnsvörubíla með yfir 70% hlutdeild og í heild var þriðji hver vörubíll á markaðnum frá Volvo.
Volvo og Veltir leiðtogar i orkuskiptum
Veltir með Volvo vörubíla er leiðtogi í orkuskiptum í þungaflutningum á Íslandi með 12 bíla skráða á árinu 2023 eða 70,6% af rafmagnvörubílamarkaðnum á Íslandi. Bílarnir eru notaðir í fjölbreyttum verkefnum og marka upphaf orkuskipta í þungaflutningum á Íslandi og eru komnir til að vera. Spennandi tímar eru fram undan í þróun rafmagnsvörubíla hvað varðar stærð battería, drægni, hleðslugetu og hleðsluhraða sem kemur til með að fjölga tækifærum fyrir þessa bíla og gera fleirum kleift að skipta yfir í græna íslenska orku. Volvo FH rafmagns var í nóvember 2023 valinn International Truck of the Year 2024. Í útskýringu á valinu er talað um að hann sé verðlaunaður fyrir frammistöðu, óaðfinnanlega hröðun, hljóðlátur og titringslaus.
Volvo FH rafmagns var í nóvember 2023 valinn International Truck of the Year 2024
"Síðasta ár var einstaklega gott í sölu á Volvo vörubílum og eftirspurn eftir nýjum vörubílum var mikil og við stigum leiðandi skref á markaðnum varðandi rafmagnsvörubíla. Við erum að selja traustar og góða vörubíla sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður í gegnum árin. Það eru spennandi tímar fram undan hjá Volvo í orkuskiptum og orkusparnaði, ásamt áframhaldandi þróun í tækni og öryggismálum. Okkar viðskiptavinir treysta á okkar góðu þjónustu og öryggi sem Volvo hefur alla tíð haft að leiðarljósi. Sambland af frábæru starfsfólki, tryggum, kröfuhörðum viðskiptavinum, hágæða atvinnutækjum og glæsilegri þjónustumiðstöð þar sem allt er á einum stað tryggir Volvo vörubílum þennan frábæra árangur", segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar.