Fara í efni  

Stórum áfanga náð! Rafmagnsflutningabílar Volvo hafa ekið 250 milljón kílómetra

Stórum áfanga náð! Rafmagnsflutningabílar Volvo hafa ekið 250 milljón kílómetra
Stórum áfanga náð! Rafmagnsflutningabílar Volvo hafa ekið 250 milljón kílómetra

Rafmagnsvörubílar Volvo hafa nú ekið meira en 250 milljón kílómetra frá því að fyrirtækið kynnti sína fyrstu rafmagnsútgáfu árið 2019. Volvo er leiðandi á sviði rafmagnsvörubíla, með meira en 5.700 bíla afhenta viðskiptavinum í 50 löndum.

Rafmagnsvörubílaflota Volvo hefur verið ekið meira en 250 milljón kílómetra í atvinnurekstri um allan heim síðan 2019 – sem jafngildir 6.200 hringjum í kringum jörðina.

Smelltu til að skoða Volvo rafmagnsvörubíla

Ávinningur rafmagnsflutningabíla

Vöruflutningabílar standa fyrir um 5% af losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu og rafmagnsdrifnir flutningabílar eru því mikilvæg verkfæri til að draga úr kolefnisspori vöruflutninga. Ef ekið hefði verið sömu vegalengd á dísilflutningabílum hefði það krafist meira en 78 milljóna lítra af dísilolíu. Með notkun rafmagnsvörubíla hefur útblástur koltvísýrings minnkað um 213 þúsund tonn.

„Það er frábært að sjá þessa þróun og hvernig flutningafyrirtæki eru farin að nýta sér ávinninginn af rafmagnsflutningabílum í daglegum rekstri. Rafmagnsbílar draga bæði úr losun og skapa þægilegra og hljóðlátara vinnuumhverfi fyrir ökumenn,“ segir Roger Alm, forstjóri Volvo Trucks.

„Við vitum þó að orkuskiptin ganga allt of hægt. Viðskiptaskilyrðin eru einfaldlega ekki nægilega hagstæð til að gera orkuskipti raunhæf fyrir öll flutningafyrirtæki. Það verður að breytast ef við ætlum að sjá fleiri rafmagnsflutningabíla á vegum.“

Stærstu markaðir Volvo fyrir rafmagnsflutningabíla eru Þýskaland, Holland, Noregur, Svíþjóð og Bandaríkin.

Rafmagnsvörubílafloti Volvo

Rafmagnsvörubílafloti Volvo samanstendur nú af átta mismunandi gerðum sem mæta þörfum í fjölbreyttum rekstri – allt frá dreifingu í þéttbýli og sorphirðu til svæðisbundinna flutninga og byggingariðnaðar.

Á sex árum hefur Volvo byggt upp mikla þekkingu á nýtingu orku, hleðslu og þjónustu við rafmagnsbíla.

Árið 2026 hyggst fyrirtækið kynna nýjan þungan rafmagnsflutningabíl með allt að 600 km drægni á einni hleðslu.

Rafmagnsbílar Volvo í boði eru:

  • Volvo FL Electric
  • Volvo FE Electric
  • Volvo FM Electric
  • Volvo FM Low Entry
  • Volvo FMX Electric
  • Volvo FH Electric
  • Volvo FH Aero Electric
  • Volvo VNR Electric

Stefna Volvo Trucks í loftslagsmálum felur í sér notkun rafhlöðudrifinna og vetnisflutningabíla, auk brennsluhreyfla sem nýta endurnýjanlegt eldsneyti, þar á meðal lífgas og vetni.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

 

 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré