Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Strandafrakt fær stórglæsilegan Volvo FH16 Globetrotter afhentan

Jón Halldór Kristjánsson, Guðrún Eggertsdóttir og Elísabet Lúðvíksdóttir frá Strandafrakt taka hér v…
Jón Halldór Kristjánsson, Guðrún Eggertsdóttir og Elísabet Lúðvíksdóttir frá Strandafrakt taka hér við bílnum frá Ólafi Árnasyni og Þórarni Vilhjálmsyni hjá Velti.

Strandafrakt ehf. á Hólmavík fengu stórglæsilegan Volvo FH16 Globetrotter afhentan í dag. Bíllinn er með 750 hestafla vél sem skilar 3.550 Nm togi, með I-Shift gírkassa með skriðgír og retarder ásamt því að aftari driföxull er lyftanlegur. Djúpvínrauður liturinn er sérlega fallegur og nýtur sín enn betur þar sem bíllinn fór í GTECHNIC Platinum Crystal Ceramic meðhöndlun hjá Velti fyrir afhendingu.

Jón Halldór Kristjánsson bílstjóri hjá Strandafrakt tók á móti bílnum ásamt móður sinni, Guðrúnu Eggertsdóttur og ömmu, Elísabetu Lúðvíksdóttur.

Volvo FH

Ceramic meðhöndlun hjá Velti

Ceramic meðferðin verndar fyrir óblíðri náttúru Íslands og auðveldar öll þrif á bílnum milli ferða, tryggir að bíllinn verður alltaf gljáandi fínn og lækkar rekstrarkostnaðinn. Í GTECHNIC Platinum Crystal Ceramic meðferðinni felst að lakkið er verndað með öflugu efni byggt á nanó tækni sem eykur gljáa og styrkir glæruna, álfelgur fá sérstaka meðhöndlun, plast á bílnum einnig ásamt því að rúður og annað gler er sérstaklega varið. Að auki er innrétting meðhöndluð með efnum sem hrinda frá sér óhreinindum og drepa sýkla.

Volvo FH Volvo FH

GTECHNIC Platinum lakkverndin er Crystal Ceramic lakkvernd sem endist í 5 ár með reglulegu viðhaldi. Lakkverndin bindur sig við yfirborð lakksins á bílnum með því að brenna efni inn í glæruna sem getur orðið allt að fimm sinnum harðara en glæran sem var fyrir á bílnum. Lakkverndin þolir miklar hitabreytingar eða allt frá +250° og niður í -40°.

Lakkverndin er byggð á nanó tækni sem bindur sig við lakk bílsins og myndar sterka vörn sem er margfalt harðari en lakk bílsins og er því frábrugðin hefðbundnum bón og vax vörum sem setjast ofan á lakk bílsins og veita því einungis skammtíma vörn. Lakkverndin þolir hreinsiefni með ph gildi frá ph2 upp í ph12 og þolir því vel efnaþvotta. Þessi eiginleiki einfaldar einnig þrif á sérstökum óhreinindum sem koma á bílinn eins og trjákvoðu, tjöru- og vatnsbletti. GTECHNIC Platinum Crystal Ceramic lakkverndin veitir lakkinu meiri dýpt, lit og vernd og viðheldur glansinum, einfaldar og flýtir daglegum þrifum og tryggir betri endursölu og hærra endursöluverð sem lækkar rekstrarkostnaðinn. Álfelguverndin einfaldar þrif á felgum, eykur gljáa og endingu og plastverndin viðheldur lit plastsins þannig að það gránar síður. Innréttingaverndin einfaldar þrif, hindrar að óhreinindi fari niður í sæti, drepur sýkla og heldur innréttingu frískari.

Volvo FH

Við óskum eigendum og starfsmönnum Strandafraktar ehf. innilega til hamingju með nýja Volvo FH16 dráttarbílinn.

Volvo FH

Volvo FH Volvo FH


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt og Holms sópa og snjótennur. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig annast ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré