Fara í efni  

Tímamót: Volvo Trucks prófar vetnisrafknúna vörubíla á þjóðvegum

Tímamót: Volvo Trucks prófar vetnisrafknúna vörubíla á þjóðvegum
Tímamót: Volvo Trucks prófar vetnisrafknúna vörubíla á þjóðvegum

Vetnisrafknúnir vörubílar með efnarafal (Fuel Cell Electric Trucks) gefa aðeins frá sér vatnsgufu við akstur og verða mikilvægur hluti af vöruúrvali Volvo Trucks í hreinorkuökutækjum. Nú hefur mikilvægum áfanga verið náð – prufukeyrsla á almennum þjóðvegum.

Á síðasta ári kynnti Volvo Trucks vetnisrafknúna vörubíla í fyrsta skipti. Þessir hreinorkuvörubílar nota vetni til að framleiða sitt eigið rafmagn í gegnum efnarafal (fuel cell) til að knýja trukkinn áfram – sem gerir þá hentuga fyrir lengri flutningaverkefni og þar sem aðgengi að rafhleðslu er ekki til staðar.

Nú hafa vörubílarnir verið prófaðir á þjóðvegum í fyrsta sinn. En ekki bara hvaða þjóðveg sem er. Til að gera það sérstaklega krefjandi hafa prófanirnar verið gerðar ofan heimskautsbaugs í norðurhluta Svíþjóðar – í afar köldu loftslagi.

„Vörubílar eru í gangi sjö daga vikunnar og í öllum veðrum. Hinar erfiðu aðstæður á þjóðvegum í Norður-Svíþjóð, með hálku, vindi og miklum snjó, er tilvalið prófunarumhverfi,“ segir Helena Alsiö, VP Powertrain Product Management hjá Volvo Trucks. „Það gleður mig að segja að prófin ganga vel, sem staðfestir prófanir sem við gerðum áður, bæði í stafrænum hermum og á lokuðu prófunarbrautinni okkar nálægt Gautaborg.

Rafmagnsflutningabílar sem knúnir eru með vetni henta sérstaklega vel í lengri vegalengdir og þar sem ekki er mögulegt að nota 100% rafmagnsvörubíla: til dæmis í dreifbýli þar sem aðgengi að hleðsluinnviðum er ekki til staðar.

Til sölu á seinni hluta þessa áratugar

Volvo býður um þessar mundir breiðustu vörulínu trukkaframleiðenda af rafmagnsvörubílum, með sex gerðir í fjöldaframleiðslu, sem henta í vöruflutninga og dreifingu í og á milli þéttbýliskjarna.

Vetnisrafknúnir vörubílar frá Volvo Trucks verða fáanlegir á seinni hluta þessa áratugar. Prófanir hjá flutningsaðilum munu hefjast nokkrum árum áður en markaðssetning hefst.

Til að flýta fyrir þróuninni hefur Volvo Group tekið höndum saman við Daimler um að þróa og framleiða efnarafalakerfi sérsniðin fyrir þungabíla.

Mögulegt að draga úr CO2 þegar í dag

Fyrir flutningafyrirtæki sem nú þegar vilja bjóða upp á flutninga án útblásturs, býður Volvo Trucks nú sex mismunandi gerðir rafmagnsvörubíla.

„Við þurfum að bregðast við núna til að stöðva hlýnun jarðar. Burtséð frá flutningsverkefnum eða hvar í heiminum viðskiptavinir okkar starfa, er bið ekki valkostur. Eftir nokkur ár munu viðskiptavinir okkar geta útrýmt koltvísýringsútblæstri frá vörubílum sínum algjörlega,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.

Staðreyndir

Vetnisrafknúnir efnarafala vörubílar frá Volvo Trucks munu nota tvo efnarafala sem geta framleitt 300 kW af raforku.

Grænt vetni er endalaus auðlind sem er framleidd með því að nýta endurnýjanlega orkugjafa eins og vind, vatn og sól.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré