Fara í efni  

Veltir á Bauma véla- og tækjasýningunni

Veltir á Bauma véla- og tækjasýningunni
Veltir á Bauma véla- og tækjasýningunni

Starfsmenn Veltis verða á Bauma véla- og tækjasýningunni í München sem fer fram dagana 24. - 30. október 2022.  Við verðum á bás FS.1109/5 Dieci skotbómulyftara. Komdu í heimsókn!

Öflugir Dieci skotbómulyftarar

Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar á Íslandi fást hjá Velti. Dieci hefur framleitt hágæða byggingar- og landbúnaðartæki síðan 1962.

Dieci skotbómulyftarar og liðstýrðir skotbómulyftarar eru gríðarlega öflugir og hannaðir fyrir mikla notkun. Sýn úr ökumannshúsi er framúrskarandi og mikil áhersla lögð á öryggi tækjanna. Dieci býður breiða línu tækja, yfir 75 gerðir með lyftigetu allt að 23.000 kg og lyftihæð allt að 30 metrar. Aukabúnaður er í miklu úrvali á lyftarana svo sem mannkörfur, kranaspil, kranabómur, sópar, margar gerðir af skóflum og svo framvegis.

Smelltu og kynntu þér Dieci skotbómulyftara

Dieci Icarus með 14 metra bómu og krabbastýri

Við vorum að fá fyrsta Dieci Icarus 40.14 skótbómulyftarann í Velti og hann er til sýnis í Hádegismóum. Komdu, skoðaðu og prófaðu!

Þarfir á byggingarsvæðum eru að breytast: Lækka verður stjórnunarkostnað, stöðugt þarf að bæta framleiðni vinnutækja. DIECI uppfyllir nýjar kröfur viðskiptavina sinna með fjölhæfari, öflugri, áræðanlegri og öruggari vinnutækjum sem eru auðveld og hagkvæm í notkunn og akstri. Viðhaldið er auðvellt þökk sé endingargóðum ýhlutum og efnum sem skipta þarf um eftir nokkur hundruð klst notkunn.

Nútímalegt vinnutæki, með flottar línur og með hinu nýja stýrishúsi sem hannað er af Giugiaro Design og framleitt með efnum úr vörubíla- og bílagreininni. ICARUS er í nýju Construction GD línunni og er fjölskylda farartækja sem ná hæstu hæðum – 14, 17 og 18 metra – og mikla lyftigetu frá 4 til 6 tonn.

ICARUS er hannaður fyrir kröfur byggingarsvæða og mjög auðveldur í allri notkunn, þökk sé háum öryggisstaðli sem tryggður er með stiglausri glussastýringu á lyftibúnaði, stoðlöppum og stöðuleikabúnaði.

Skoðaðu úrval Dieci í Vefsýningarsal Veltis

 

Dieci Pegasus 50.25 væntanlegur

Einnig er væntanlegur til okkar í Velti vígalegur Dieci Pegasus 50.25. PEGASUS fjölskyldan fer yfir öll mörk meðal skotbómulyftara hvað varðar hámarks burðargetu og vinnulengd. PEGASUS er skotbómulyftari á 360° snúning mjög stöðugur og nær yfir gríðar stórt vinnusvæði. Fjölbreytt úrval af fylgibúnaði gerir þessu eina tæki kleift að vera í senn skotbómulyftari, krani og fullkomin vinnulyfta breykkan- og tiltanleg.

Smelltu og skoðaðu Dieci Pegasus 50.25

Bauma 2022 | Stafræn vegferð og sjálfbærni

Á Bauma í ár verður áhersla lögð á stafræna vegferð og sjálfbærni og endurspeglast það í þeim fimm lykilviðfangsefnum sem skilgreind voru fyrir Bauma 2022. Fimm lykilviðfangsefnin eru:

  • Byggingaraðferðir og efni framtíðarinnar
  • Leiðin að sjálfvirkum vélum
  • Námuvinnsla – sjálfbær, skilvirk, áreiðanleg
  • Stafræn byggingarsvæði
  • Leiðin til Zero Emission

Hægt er að lesa meira um lykilviðfangsefni Bauma 2022 hér

Sýningarsvæði og opnunartími

Sýningarsvæði Bauma 2022 eru tvö, 200.000 m2 innisvæði og 414.000 m2 útisvæði og sýnendur eru yfir 3.000 talsins frá 55 löndum, en gert er ráð fyrir að fleiri 600 þúsund manns muni sækja sýninguna þetta árið. Opnunartími sýningarinnar er mánudag – föstudags frá kl. 09:30–18:30 og laugardag frá kl. 09:30–16:30.

Ef þig vantar að ná sambandi við starfsmenn Veltis á sýningunni stendur þá er hægt að hringja í Jóhann Rúnar, sölustjóra Dieci á Íslandi í síma 8942049.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré