Fara í efni  

Veltir sækir fram á atvinnubíla- og atvinnutækjamarkaði

Veltir sækir fram á atvinnubíla- og atvinnutækjamarkaði
Veltir sækir fram á atvinnubíla- og atvinnutækjamarkaði

Undanfarin ár hjá Velti hafa einkennst af gríðarlegum vexti og styrkingu á þjónustu á öllum sviðum eftir flutning í nýtt húsnæði á Hádegismóum og mótun skýrrar stefnu. Nýja stefnan sem var kynnt í nóvember 2018 hefur verið einstaklega árangursrík en hún kjarnast um fimm gildi starfsmanna sem eru:

Árangursdrifin: Við viljum að viðskiptavinir okkar nái framúrskarandi árangri eins og við

Lausnamiðuð: Við hlustum á viðskiptavini og samstarfsmenn og nýtum hæfileika okkar til að finna bestu lausnirnar hratt og vel.

Frumkvöðlar: Við erum forvitin, óhrædd við breytingar, hugrökk, víðsýn, lærum af mistökum og gleðjumst yfir árangri

Ástríðufull: Við erum stolt af starfi okkar, sinnum því glöð, af virðingu og trúmennsku með gagnsæi og traust að leiðarljósi

Snyrtileg: Við leggjum áherslu á að ganga ávallt snyrtilega um, höfum snyrtilegt í kringum okkur og erum snyrtileg til fara

Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Volvo vörubílar voru í toppsætinu árið 2021 og hafa aukið forystuna enn frekar á þessu ári með yfir 37% markaðshlutdeild. fyrstu 7 mánuði ársins. Mikill vöxtur var í sölu Volvo vinnuvéla í fyrra og í ár eru Volvo vinnuvélar þær mest seldu á Íslandi með yfir 23% markaðshlutdeild fyrstu 7 mánuði ársins. Ekkert lát er á. Veltir sér fram á gríðarlegan vöxt í vörubílum og vinnuvélum það sem eftir lifir þessa árs og næstu ár miðað við mjög sterka pantanastöðu. Að auki reiknar Veltir með að framleiðslan taki að glæðast í Volvo Penta eftir Covid hremmingar og þar verði mikill vöxtur á næstu misserum. Veltir hefur bætt við nýju vörumerki, Dieci skotbómulyfturum, áhugi þessar fyrstu vikur er mjög mikill og nokkrar vélar þegar seldar. Mikill áhugi er á Volvo bus hópferðabílum og mikil sókn framundan á næstu misserum og sama á við um Nokian gæðahjólbarða. sem Veltir hóf sölu á í fyrra. Öflug viðgerðar- og varahlutaþjónusta hefur einnig ýtt undir mikinn innflutning á notuðum Volvo vörubílum og einnig notuðum Volvo vinnuvélum og allt bætist þetta við Volvo tækja- og bílaflotann í landinu.

Þessi mikli vöxtur í sölu atvinnubíla og atvinnutækja skilar sér síðan í aukinni þjónustu- og varahlutaþörf og því hafa verkefni á þjónustuhliðinni vaxið umtalsvert. Veltir á von á að sá vöxtur haldi áfram auk þess sem lögð verður enn meiri áherslu á þjónustusamninga og að styrkja enn frekar samband við viðskiptavini. Einnig hefur verið mikill vöxtur á hraðþjónustuverkstæðinu Veltir Xpress og hafa meðal annars Nokian vörubíladekkin notið mikilla vinsælda.

Miklar tæknibreytingar eru framundan bæði í Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo hópferðabílum og er rafvæðingin að byrja á fullu. Það mun krefjast nýrrar nálgunar í þjónustu og þjálfunar á verkstæðum Veltis.

Til að takast á við þennan mikla vöxt og tryggja framúrskarandi þjónustu höfum við því ákveðið að gera umtalsverðar breytingar á skipulagi Veltis bæði í söludeild og á þjónustuhliðinni.

Þjónustusvið

Á þjónustusviði Veltis hefur verið ákveðið að skipta upp ábyrgðarsviðum eftir tilteknum vörumerkjum en með þessu fæst meiri fókus á hvert merki með sérþekkingu og samvinnu að leiðarljósi. Því verða tveir þjónustustjórar hjá Velti:

Ingólfur Már Magnússon verður áfram þjónustustjóri fyrir Volvo Truck, Volvo Bus og viðeigandi ábyggingar- og fylgihlutavörumerki. Auk þess verður Ingólfur áfram með ábyrgð á þjónustumóttöku, varahlutadeild og vöruhúsi. Ingólfur hefur starfað hjá Brimborg | Velti frá árinu 2012 og sem stjórnandi á vörubílaverkstæði Veltis frá árinu 2018. Ingólfur er bifvélavirki, hefur sótt fjölda námskeiða hjá Volvo og vel kunnugur starfsemi Veltis og þekkir viðskiptavini vel

Ingvar Karl Ingason verður nýr þjónustustjóri fyrir Volvo vinnuvélar (Volvo CE), Volvo Penta, Hiab og Dieci og viðeigandi fylgihlutavörumerki. Ingvar hefur starfað hjá Brimborg | Velti frá árinu 2007 og sem stjórnandi á vinnuvélaverkstæði Veltis frá árinu 2015. Ingvar er iðnfræðingur að mennt, hefur sótt fjölda námskeiða hjá Volvo og þekkir einnig starfsemi og viðskiptavini Veltis vel.

„Við erum mjög ánægð með að fá Ingólf og Ingvar í þessi verkefni saman, báðir eiga þeir sér langa sögu hjá fyrirtækinu og hafa vaxið með nýjum verkefnum. Með þessum breytingum er okkar markmið að styrkja enn frekar þjónustu okkar við viðskiptavini með það að markmiði að tryggja framúrskarandi uppitíma atvinnbíla og atvinnutækja frá Velti“ segir Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Veltis.

Við starfi verkstjóra á vélaverkstæði tekur Hilmar Skúli Hjartarson, hann er menntaður vélvirki og hefur starfað hjá Velti frá árinu 2014 og sem aðstoðarverkstjóri á vélaverkstæði frá árinu 2015.

Við starfi aðstoðarverkstjóra tekur Hervar Bragi Eggertsson, hann er vélvirki og hefur starfað hjá Velti frá árinu 2017

Sölusvið

Á sölusviði hefur sterkur liðsmaður bæst við en Jóhann Rúnar Ívarsson hefur gengið til liðs við söludeild en hann var þjónustustjóri Veltis og er því öllum hnútum kunnugur. Hann er sölustjóri Dieci skotbómulyftara, Volvo Bus hópferðabíla og strætisvagna og Nokian atvinnubíla- og vélahjólbarða.

Einnig er unnið að spennandi nýjung en Veltir kynnir fljótlega nýjan Vefsýningarsal fyrir Volvo vinnuvélar, Humus vélavagna, Reisch vagna og Dieci skotbómulyftara. Þá verður hægt að skoða þessi tæki á netinu, hvort sem þau eru á lager eða í pöntun, sjá verð og helsta búnað og senda inn fyrirspurn eða óska eftir tilboði.

Um Velti

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla. Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara.

Verkstæði Veltis á Hádegismóum eru þau fullkomnustu í greininni, vel tækjum búin með framúrskarandi starfsmannaaðstöðu, með góðu aðgengi frá stofnbrautum og mjög góðu athafnarými fyrir stór tæki þar sem er öll þjónusta og varahlutir í boði.

Vörubíla og rútuverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vörubíla, Renault vörubíla og Volvo hópbíla ásamt þjónustu við ábyggingar og aðra fylgihluti.

Vélaverkstæði Veltis sér um ábyrgðar- og almenna viðgerðarþjónustu við Volvo vinnuvélar, Volvo Penta bátavélar, Dieci skotbómulyftara og Hiab hleðslukrana og annan fylgibúnað.

Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu ásamt Nokian dekkjasölu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ. Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. Í húsinu er einnig Frumherji með nýja og afar fullkomna skoðunarstöð.

Varahlutaþjónusta Veltis er framúrskarandi þar sem lögð er áhersla á að eiga mikið úrval varahluta á lager til að tryggja uppítíma bíla og tækja og að auki er boðið upp á sérpantanaþjónustan í sérflokki.


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré