Fara í efni  
  • Hádegismóar - Fréttamynd

Veltir þjónustar Hiab krana á Íslandi

Sérfræðingar frá Hiab í heimsókn hjá Velti.
Sérfræðingar frá Hiab í heimsókn hjá Velti.

Veltir veitir eigendum Hiab hleðslukrana víðtæka þjónustu við Hiab krana, hvort sem er sala, varahlutir eða viðgerðir.

Smelltu og lestu um Hiab krana og þjónustu hjá Velti >>

Hiab hjá Velti

Starfsmenn Veltis hafa hlotið ítarlega þjálfun í Hiab krönum og nú í desember komu sérfræðingar frá Hiab í heimsókn til að kynna helstu nýjungar frá Hiab. Nú hefur Hiab opnað ábyggingarmiðstöð í Hollandi sem tryggir framúrskarandi gæði ábygginga og flýtir ábyggingarferlinu þannig að fullbúinn kranabíll er kominn í vinnu og farinn að skapa tekjur fyrr en ella. Hiab kynnir einnig nýjar lausnir fyrir krana á léttari atvinnubíla eins og Ford Transit. Nú er hægt að panta krana með festingarlausn sem tekur örskotstund að setja á bílinn.

Hiab heimsókn

Veltir hefur opnað gríðarlega öflugt þjónustuverkstæði fyrir eigendur Hiab krana að Hádegismóum 8. Mjög auðvelt aðgengi er að svæðinu fyrir vörubíla með krana, þrauþjálfaðir sérfræðingar og varahlutir á lager sem tryggja hraðan viðgerðartíma.

- Hröð, fagleg þjónusta. Renndu við, hafðu samband í síma 5109100 eða bókaðu á netinu.

 


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt og Holms sópa og snjótennur. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig annast ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré