Fara í efni  

Vinsældir rafmagnsvörubíla aukast – Volvo Trucks heldur leiðandi stöðu sinni

Alls hefur sænski vörubílaframleiðandinn selt tæplega 5.000 rafmagnsvörubíla í um 40 löndum. Á Íslan…
Alls hefur sænski vörubílaframleiðandinn selt tæplega 5.000 rafmagnsvörubíla í um 40 löndum. Á Íslandi er hlutdeild Volvo Trucks á rafmagnsvörubílamarkaði 100%.

Volvo Trucks er leiðandi á markaði fyrir þunga rafmagnsvörubíla eftir fyrsta ársfjórðung 2023, bæði í Evrópu og í Norður-Ameríku. Alls hefur sænski vörubílaframleiðandinn selt tæplega 5.000 rafmagnsvörubíla í um 40 löndum. Nú bætast við fleiri markaðir því rafmagnsvörubílar Volvo Trucks eru nú í boði á nýjum mörkuðum í Asíu, Rómönsku Ameríku og Afríku. Á Íslandi er hlutdeild Volvo Trucks á rafmagnsvörubílamarkaði 100%.

Á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru alls 600 rafknúnir vörubílar sem vógu 16 tonn og meira skráðir í Evrópu – meira en fjórfalt miðað við sama tímabil árið 2022 (134). Volvo Trucks er með stærstu markaðshlutdeildina á rafmagnsvörubílamarkaði eða 50%: það er aukning miðað við 2022, þegar markaðshlutdeild fyrirtækisins fyrir allt árið var 32%.

Volvo Trucks heldur einnig leiðandi stöðu í Norður-Ameríku, með næstum helming markaðarins fyrir þunga rafmagnsvörubíla.

Á Íslandi eru rafmagnsvörubílar frá Volvo Trucks í sérflokki fyrstu fjóra mánuði ársins 2023 með 100% markaðshlutdeild í flokki vörubíla yfir 10 tonn að heildarþyngd því allir rafmagnsvörubílar á Íslandi eru frá Volvo Trucks.

„Ofuráhersla okkar á sjálfbæra flutninga er greinilega að skila sér. Við erum staðráðin í að vinna náið með viðskiptavinum okkar að því að kolefnislosa vöruflutninga,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.

Markaðir með flesta skráða rafmagnsvörubíla í heildina (þar á meðal öll vörumerki) á fyrsta ársfjórðungi 2023 voru Þýskaland, Frakkland, Holland og Bandaríkin. Hlutdeild rafmagnsvörubíla er hæst á Íslandi.

Nýjar pantanir aukast

Mikil aukning var í nýjum pöntunum á rafmagnsvörubílum hjá Volvo Trucks á fyrsta ársfjórðungi 2023. Alls voru pantaðir 486 rafbílar, sem er 141% aukning miðað við sama tímabil árið 2022. Flestar þessara pantana komu frá löndum í norðurhluta Evrópu, þar á meðal Holland, Þýskaland, Noregi og Svíþjóð.

5.000 vörubílar í 40 löndum

Eftir að hafa sett á markað sinn fyrsta rafmagnsvörubíl árið 2019 hefur Volvo Trucks selt tæplega 5.000 rafbíla í um 40 löndum – aðallega í Evrópu og Norður-Ameríku, en einnig í löndum eins og Ástralíu og Marokkó. Árið 2023 mun fyrirtækið byrja að selja rafmagnsvörubíla til viðskiptavina í Suður-Afríku, Suður-Kóreu, Indlandi og mörkuðum í Suður-Ameríku.

Sex rafknúnar gerðir

Á síðasta ári bætti Volvo þremur vinsælustu 44 tonna þungaflutningabílunum við rafmagnslínuna: Volvo FH, Volvo FM og Volvo FMX. Með þessum nýju viðbótum er Volvo Trucks með sex rafbílagerðir í fjöldaframleiðslu, sem er breiðasta vörulínan í greininni þegar horft til til hreinorkubíla.

Eins og er, er Volvo Trucks að auka framleiðslu á rafknúnum vörubílum í þremur verksmiðjum: í Gautaborg, Svíþjóð; í Blainville, Frakklandi; og í New River Valley, Bandaríkjunum. Á þriðja ársfjórðungi 2023 mun fjöldaframleiðsla einnig hefjast í stærstu verksmiðju Volvo í Gent, Belgíu.

Hraða þarf uppbyggingu hraðhleðsluinnviða

Þúsundir aðgengilegra hraðhleðslustöðva fyrir þunga rafmagnsvörubíla þarf til að auka fjölda þeirra enn frekar.  Volvo Group mun, ásamt Daimler og Traton, setja upp að minnsta kosti 1.700 hágæða hraðhleðslustöðvar fyrir græna orku um alla Evrópu. Hópurinn er einnig að fjárfesta í hleðsluinnviðum í Norður-Ameríku. Brimborg mun setja upp háhraða hraðhleðslustöðvar fyrir vörubíla og verður fyrsta stöðin opnuð sumarið 2023.

Volvo Trucks stefnir að því að 50% af sölu nýrra vörubíla á heimsvísu verði rafknúin árið 2030 og að 100% verði hreinorkuvörubílar af einhverju tagi árið 2040.

Athugaðu að:

  • Allar tilvísanir í Evrópu þýðir Evrópusambandið auk Noregs og Sviss.
  • Upplýsingar um nýskráningar á Íslandi koma frá Samgöngustofu.
  • Markaðshlutdeild Volvo og heildarvaxtarupplýsingar sem vísað er til fyrir þunga (≥16 tonn) rafknúna vörubíla í Evrópu innihalda efni frá IHS Markit.
  • Norður-Ameríka þýðir Bandaríkin og Kanada. Markaðshlutdeild Volvo Trucks fyrir Norður-Ameríku er byggð á upplýsingaöflun frá Volvo Trucks North America.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré