Fara í efni  

Volvo EC950F er komin til Íslands! Sannkallaður risi á ferðinni!

Volvo EC950F er komin til Íslands!
Volvo EC950F er komin til Íslands!

Volvo EC950F er stærsta vinnuvél Volvo og hún er nú komin til Íslands! Vélin, sem er í eigu Borgarverk. Vélin er 95 tonn með yfirburðaafköst og tilbúin í að takast á við stærstu verkefnin og harðasta jarðveginn. Vélin er nú þegar komin til vinnu á Dynjandisheiði þar sem verið er að vinna að vegagerð og þegar því verkefni lýkur verður hægt að keyra á bundnu slitlagi á milli Ísafjarðar og Suðurfjarðanna.

Smelltu og kynntu þér EC950F

Afkastamikil vél fyrir krefjandi verkefni

Volvo EC950F er öflugasta vinnuvél Volvo og er hönnuð með það að markmiði að skila hámarks afköstum við krefjandi aðstæður. Þessi 95 tonna vinnuvél sameinar framúrskarandi afköst, stöðugleika og nákvæmni, allt sem þú þarft til að skila af þér mikilvægum verkefnum. Volvo EC950F er knúin áfram af öflugri 603 hestafla Volvo D16 vél sem tryggir öflugt tog og mikil afköst. Hvort sem unnið er við grjótnám, jarðvegsskipti eða stórfelldar framkvæmdir þá ræður EC950F auðveldlega við verkefnið. Hún hentar sérlega vel í stærri verkefnum þar sem hún getur sparað tíma og eldsneyti með miklu upp­tökumagni í hverri lotu.

Nákvæm stjórnun og hámarks stjórnhæfni

Þökk sé nýjustu tækni frá Volvo skilar EC950F nákvæmni í öllum aðgerðum. Vökvakerfið er hannað með áherslu á afköst og skilvirkni og veitir stjórnandanum lipra og nákvæma stjórnun. Sjálfvirk aðlögun vökvaflæðis tryggir jafna og skilvirka vinnu, jafnvel við flóknar aðstæður.

Þægindi og öryggi í fyrirrúmi

Ökumannsrými Volvo EC950F er hannað með þægindi og skilvirkni í huga. Rúmgóður og hljóðeinangraður stjórnklefinn býður upp á framúrskarandi útsýni, loftkælingu og þægilegi stjórntæki. Öryggi er ávallt í fyrirrúmi hjá Volvo og þess vegna er burðarvirki vélarinnar sérstaklega styrkt og hún búin fjölbreyttum öryggisbúnaði sem tryggir öryggi á vinnusvæðinu.

Endingargóð og áreiðanleg

EC950F er smíðuð með gæði, endingu, sparneytni og áreiðanleiki í huga, hún þarf að standast erfiðar aðstæður dag eftir dag.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8, 110 Árbæ.

 

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

 

 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré