Fara í efni  

Volvo rafmagnsvörubílar með aukna 450 km drægni og 50% styttri hleðslutíma

Volvo rafmagnsvörubílar með aukna 450 km drægni og 50% styttri hleðslutíma
Volvo rafmagnsvörubílar með aukna 450 km drægni og 50% styttri hleðslutíma

Volvo Trucks kynnir nú uppfærða Volvo rafmagnsvörubíla í 16-26 tonna stærðarflokki með meiri drægni allt að 450 km, 50% styttri hleðslutíma og nýjum öryggiseiginleikum. Þeir eru sérhannaðir fyrir flutninga og aðra vinnu innan borga og bæja og milli þeirra.

Borgir og bæir leggja nú sífellt meiri áherslu á hreinni og hljóðlausari miðjur á sama tíma og fyrirtæki taka sífellt stærri sjálfbærniskref og því hafa losunar- og mengunarlausir rafmagnsvörubílar aldrei verið mikilvægari. Til að mæta þessum kröfum kynnir Volvo Trucks uppfærða rafknúna vörubíla í millistærðarflokki – Volvo FL og Volvo FE.

Volvo FL og FE rafmagnsvörubílarnir eru tilvaldir í flest verkefni í borgum og bæjum, svo sem vörudreifingu, sorphirðu og byggingarverkefnum innan borga og bæja. Rafmagnsútgáfurnar hafa verið á markaðnum síðan 2019 og eru seldar á mörgum mörkuðum í Evrópu, Miðausturlöndum, Afríku, Asíu og Ástralíu.

Hleðsluafköst í venjulegri AC hleðslu hafa verið næstum tvöfölduð í 43 kW, sem styttir þann tíma sem þarf til að hlaða rafhlöðuna um um það bil 50 prósent. Einnig hafa rafhlöðupakkarnir verið uppfærðir og bjóða nú upp á allt að 450 km á heildardrægi frá einni hleðslu. Eins og áður bjóða bílarnir upp á 150 kW hraðhleðslu sem hægt er að nýta til að skjóta inn á þá yfir daginn ef þörf þykir.

„Volvo Trucks býður mest úrval rafmagnstrukka – og við erum stöðugt að efla þá til að gera fleiri fyrirtækjum kleift að taka skrefið að losunarlausum ökutækjum fyrir daglegan rekstur,“ segir Jessica Sandström, yfirmaður vörustjórnunar hjá Volvo Trucks. „Uppfærðu Volvo FL- og FE-gerðirnar eru tilvalin vinnutæki fyrir fyrirtæki með sjálfbærni ofarlega á stefnuskránni og bjóða upp á fjölbreytt úrval af sérlausnum fyrir viðskiptavini sína.

Öryggi er lykilatriði í Volvo FL- og FE vörubílunum sem deila venjulega takmörkuðu plássi með öðrum bílum, hjólreiðafólki, hopphjólandi og gangandi vegfarendum í annasömum borgum og bæjum. Fjöldi nýrra eiginleika mun auka öryggi bæði fyrir ökumann og aðra vegfarendur og þessar öryggisuppfærslur þýða að Volvo FL og FE gerðirnar fara fram úr almennum öryggisreglum sem taka gildi árið 2024.

Nýju FL- og FE gerðirnar eru einnig með nýrri aðlaðandi hönnun með endurbættum framenda, sérstökum LED framljósum og meira áberandi Volvo merki að framan.

Ennfremur hafa allar gerðir aflgjafa í Volvo FL og FE, þar á meðal rafmagns-, gas- og dísilvélar, verið búnar fjölda nýrra eiginleika, sem gerir þær enn betur í stakk búnar fyrir nútíma fyrirtæki í borgar- og bæjarverkefnum.

Yfirlit yfir helstu uppfærslur Volvo FL- og FE:

  • Útispeglar hafa verið gerðir þynnri þannig að ökumaður fær betri sýn á umhverfið
  • Innréttingin er með nýjum LED ljósum og læsanlegu geymslurými að innan sem mun bæta vinnuumhverfið
  • Hægt er að útbúa Volvo FL og FE með 360˚ bird eye view myndavélarlausn og/eða hliðarmyndavél
  • Ný lyklakippa er þéttpökkuð með nýjum notendavænum aðgerðum
  • Rafmagnsútgáfan er með nýtt rafmagns aflúttak sem gerir ábyggingar mögulegar án raf-vélræns mótors, sem einfaldar ábyggingar og sparar þyngd
  • Viðbætur við öryggiskerfi fela í sér greiningu á vegfarendum, stuðning til að forðast hliðarárekstur og stuðning við viðvörun ökumanns.
  • Hægt er að panta nýju Volvo FL- og FE gerðirnar núna með afhendingu viðskiptavina á fyrri hluta árs 2024.

  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré