Fara í efni  

Volvo Trucks leiðandi á vaxandi rafmagns vörubílamarkaði

Volvo Trucks hefur selt meira en 4300 rafknúna vörubíla yfir 16 tonn í meira en 38 löndum um allan h…
Volvo Trucks hefur selt meira en 4300 rafknúna vörubíla yfir 16 tonn í meira en 38 löndum um allan heim.

Á síðasta ári fjölgaði rafknúnum þungaflutningabílum á vegum í Evrópu og Bandaríkjunum hraðar en nokkru sinni fyrr. Volvo Trucks hefur nú selt meira en 4.300 rafknúna vörubíla á heimsvísu í meira en 38 löndum. Í Evrópu er Volvo Trucks markaðsleiðandi með 32% hlutdeild á markaði fyrir þunga rafmagns vörubíla og í Norður-Ameríku var næstum helmingur allra þungra rafmagns vörubíla sem skráðir voru árið 2022 af Volvo gerð.

Árið 2022 stækkaði markaður fyrir rafknúna vörubíla (≥16 tonn) í Evrópu um 200% í 1.041 vörubíla og er Volvo Trucks með hæstu hlutdeildina á þessum markaði.

„Við erum staðráðin í að leiða umbreytinguna á markaði fyrir rafknúna vörubíla og leiðandi staða okkar á markaði árið 2022, ekki aðeins í Evrópu, heldur einnig á Norður-Ameríku og öðrum mörkuðum, er sönnun þess að við erum að gera einmitt það. Markaðurinn fyrir rafmagns vörubíla er að vísu enn lítill, en þróunin er skýr: margir viðskiptavinir okkar eru nú að hefja sína eigin breytingu yfir í rafmagn. Við ætlum að vera hvatinn að þessum umskiptum og stefnum að því að 50% af heimssölu okkar á nýjum vörubílum verði rafknúnir árið 2030,“ segir Roger Alm, forseti Volvo Trucks.

Frá því að Volvo Trucks hóf framleiðslu á rafknúnum vörubílum árið 2019 hefur fyrirtækið selt meira en 4.300 rafmagns vörubíla í meira en 38 löndum um allan heim. Volvo býður nú upp á breiðustu vörulínu greinarinnar með sex gerðum rafmagns vörubíla í fjöldaframleiðslu, sem koma til móts við mjög fjölbreytta flutninga í og ​​á milli borga.

"Nú erum við með vöruúrval sem getur náð yfir flestar tegundir flutninga fyrir hvers kyns viðskiptavini. Þegar litið er á vöruflæðismynstrið er hægt að rafvæða næstum helming allra flutninga með rafknúnum vörubílum," segir Roger Alm. „Við lítum á það sem verkefni okkar að styðja viðskiptavini okkar við að láta það gerast.

 

Til frekari upplýsingar:

Markaðshlutdeild Volvo Trucks og heildarvaxtarupplýsingar sem vísað er til fyrir rafknúna vörubíla (≥16 tonn) í Evrópu er efni frá IHS Markit greiningarfyrirtækinu. Greiningarfyrirtækið skilgreinir „Evrópu“ sem Evrópusambandið auk Noregs og Sviss en Ísland er ekki inni í þeim tölum. Brimborg hefur sent erindi á IHS Markit og bent á þetta.

Norður Ameríka þýðir Bandaríkin og Kanada. Markaðshlutdeild Volvo Trucks fyrir Norður-Ameríku er byggð á upplýsingaöflun frá Volvo Trucks North America.

Yfirlýsingin; „það er mögulegt að rafvæða næstum helming allra flutninga“, vísar til hagskýrslu Eurostat „Vöruflutningar á vegum eftir vegalengd“ sem sýna að nærri helmingur allra vöruflutninga á vegum í Evrópu fór um minna en 300 km vegalengd.

Frumfréttina á ensku frá Volvo Trucks má finna á þessari slóð: https://www.volvotrucks.com/en-en/news-stories/press-releases/2023/feb/volvo-leads-the-booming-market-for-electric-trucks.html


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré