Fara í efni  

Volvo vinnuvélar söluhæstar á Íslandi

Volvo vinnuvélar söluhæstar á Íslandi
Volvo vinnuvélar söluhæstar á Íslandi

Sala á vinnuvélum fyrir árið 2022 gekk ljómandi vel og Volvo hjólaskóflur, hjólagröfur og búkollur eru söluhæstar á Íslandi í sínum flokkum.  Alls seldi Veltir 60 vinnuvélar og búkollur árið 2022 samanborið við 38 Volvo vinnuvélar árið 2021. Mikil eftirspurn var eftir vinnuvélum og stækkaði markaðurinn um 32,9% á milli ára en söluaukning Volvo vinnuvéla var á sama tímabili 57,9%.

Veltir hóf sölu á rafknúnum vinnuvélum á árinu 2022 og er Volvo með háleit markmið um að fjölga rafknúnum atvinnutækjum á þessu og næstu árum. Við erum stolt af því að hefja þessa vegferð hér á landi og þökkum viðskiptavinum okkar traustið, fyrsta Volvo rafmagnsvélin Volvo ECR25 Electric var afhent ÍAV þann 11. nóvember 2022 við hátíðlega athöfn.

Netsala á nýjum Volvo vinnuvélum

Veltir auðveldar leit að upplýsingum um ný atvinnutæki til sölu og verð með nýjum Vefsýningarsal þar sem við bjóðum í netsölu nýjar Volvo vinnuvélar.
Nýi Vefsýningarsalurinn er opinn allan sólarhringinn alla daga ársins og þar er hægt að skoða ný atvinnutæki, hvort sem þau eru á lager eða í pöntun og áætlaðan komutíma til landsins, sjá verð og helsta búnað og senda inn fyrirspurn eða óska eftir tilboði.

Skoðaðu Volvo vinnuvélar í Vefsýningarsalnum

Mikil eftirspurn og góð verkefnastaða á spennandi tímum

"Efnahagslífið var gott 2022 sem skilar sé í mikilli eftirspurn eftir nýjum vinnuvélum og góð verkefnastað hjá viðskiptavinum okkar, margvísleg þróun til aukinnar sparneytni og aukins öryggis hvetur rekstraraðila til að endurnýja. Bjartsýni ríkir um nýtt ár sem hefur leitt til þess að pantanastaða Veltis fyrir árið 2023 fyrir nýjar vinnuvélar er mjög sterk. Sambland af frábæru starfsfólki, tryggum, kröfuhörðum viðskiptavinum, hágæða atvinnutækjum og glæsilegri þjónustumiðstöð þar sem allt er á einum stað tryggir að Vovo vinnuvélar seljast vel á Íslandi sem fyrr", segir Marteinn Jónsson framkvæmdastjóri Veltis – Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar.

Volvo CE electric for prebooking | Volvo Group


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar og Hammar gámalyfturolíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré