Fara í efni  

Volvo vörubílar með 40% markaðshlutdeild, 356% söluvöxt, 20% sölunnar rafmagnsvörubílar

Volvo vörubílar mest seldir á Íslandi árið 2023 með 41 vörubíl, 356% söluvöxtur og 20% af sölunni er…
Volvo vörubílar mest seldir á Íslandi árið 2023 með 41 vörubíl, 356% söluvöxtur og 20% af sölunni er rafmagnsvörubílar

Vörubílar frá Volvo Trucks eru þeir mest seldu á Íslandi það sem af er ári með 41 vörubíl og 40% markaðshlutdeild en Volvo vörubílar voru einnig í toppsætinu árin 2022 og 2021 skv. nýskráningargögnum frá Samgöngustofu*.  Söluvöxturinn frá sama tíma í fyrra er 356% og hlutdeild rafmagnsvörubíla af sölunni er 20%.

Veltir, Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar,  nýskráði fyrsta rafmagnsvörubílinn á Íslandi í lok árs 2022 og nýskráningar rafmagnsvörubíla hafa haldið áfram á þessu ári. Hlutdeild Volvo Trucks í rafmagnsvörubílum á Íslandi árið 2022 og það sem af er þessu ári er 100%.

Volvo Trucks eru fremstir í rafmagnsvörubílum á heimsvísu og hafa nú afhent yfir 4300 rafmagnsvörubíla víða um heim. Ísland er þar fremst í flokki en rafmagnsvörubílar eru 20% af nýskráningum Volvo vörubíla á Íslandi árið 2023 og er það langhæsta hlutfall í heimi.

Föstudaginn 28. apríl 2023 var við hátíðlega athöfn formleg afhending á fyrstu rafmagnsvörubílunum þar sem mættir voru fulltrúar 9 fyrirtækja, sannkallaðir leiðtogar í orkuskiptum, til að taka formlega við fyrstu Volvo rafmagnsvörubílunum. Þessi viðburður er fyrsti kaflinn í rafmagnsvæðingu þungaflutninga á Íslandi.

Leiðtogar í orkuskiptum, Ölgerðin, Garðaklettur, Eimskip, Íslandspóstur, GS Frakt, Íslenska gámafélagið, Ragnar og Ásgeir, Húsasmiðjan og Steypustöðin fá afhenta fyrstu rafmagnsvörubílana. Þessi fyrirtæki starfa í fjölbreyttum geirum atvinnulífsins og eiga það sameiginlegt að vera öflugir leiðtogar í orkuskiptum á Íslandi.

* Nýskráningargögn eru fengin af vef Samgöngustofu og miðast við vörubíla 10 tonn í heildarþyngd og stærri.

May be an image of road


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré