Fara í efni  

Hraðhleðsla fyrir Volvo rafmagnsvörubíla og prófanir hjá N1

Hraðhleðsla fyrir Volvo rafmagnsvörubíla og prófanir hjá N1
Hraðhleðsla fyrir Volvo rafmagnsvörubíla og prófanir hjá N1

Nú eru fyrstu Volvo rafmagnsvörubílarnir komnir til landsins og næstu bílar á leiðinni. Því er mikilvægt að tryggja öfluga hleðsluinnviði til að tryggja hámarksnýtingu rafmagnsvörubíla í flutninga. Hagkvæmnin er mest eftir því sem meira er ekið því orkukostnaður, koltvísýringslosun, NOx- og sótmengun hverfa alfarið með rafmagnsvörubílum. Einnig er ávinningur bílstjóra einstaklega mikill við hávaði og titringur í ökumannshúsi er nánast enginn vegna rafmótoranna.

Tilkoma Volvo rafmagnsvörubílanna er eitt mikilvægasta skref orkuskipta á Íslandi því þeir sýna fram á að hægt er að færa þungaflutninga á Íslandi yfir á rafmagn.

Orkuskipti í vegasamgöngum er stærsta og flóknasta en um leið mikilvægasta verkefni Íslandssögunnar og snertir alla og öll svið þjóðfélagsins. Því skiptir samvinna allra sem koma að verkefninu miklu máli.

Hraðhleðsluprófun hjá N1 í Skógarlind

Nýlega kom þriðji Volvo Trucks rafmagnsvörubíllinn til landsins og fleiri eru á leiðinni. Starfsmenn Veltis, Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar, fóru með bílinn í hleðsluprófun á hraðhleðslustöð N1 við Skógarlind. N1 hafði áhuga að fá staðfestingu á fullkomri virkni stöðvarinnar fyrir rafmagnsvörubílana frá Volvo því þeir hlaða sig á hærri spennu eða allt að 750 voltum.

Hleðsla gekk frábærlega og náði 139 kW í 150 kW stöðinni og fór úr 27% í 66% á 38 mín. Þetta skiptir N1 miklu máli því þeir áforma uppsetningu tugi stöðva af þessari gerð víða um land. Því tryggir hleðsluprófunin aukið öryggi þeirra áætlana.

Eftir aksturprófanir okkar á fyrsta rafmagnsvörubílnum fyrir nokkrum vikum sem gengu mjög vel og þessa hleðsluprófun hjá N1 sem styður við hraðari uppbyggingu hleðsluinnviða er ljóst að orkuskipti þungaflutninga yfir á íslenska raforku eru hafin fyrir alvöru og orkuskipti vegasamgangna í heild.

Hafðu samband

Hafðu samband við söluráðgjafa okkar í síma 510 9100 eða sendu tölvupóst á salah8@veltir.is. Kíktu í kaffi hjá okkur að Hádegismóum 8 og skoðaðu nýja þjónustumiðstöð okkar.

Frekari upplýsingar:

Rafmagnsvörubílar fáanlegir í öll verkefni

smelltu til að skoða Volvo vörubíla


  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 510 9100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sér um þjónustu og sölu fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótótilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæðis Veltis sér um þjónustu við Volvo atvinnutæki, Renault vörubíla og Hiab hleðslukrana. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara. 

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré