Fara í efni  

Fréttir

Volvo rafmagnsvörubílum ekið 151.150 km, olíusparnaður yfir 52 þús. lítrar

Uppsafnaður akstur þeirra fjórtán Volvo rafmagnsvörubíla sem hafa verið teknir í notkun á Íslandi er nú 151.150 km á umhverfisvænu, íslensku rafmagni.
Lesa meira

Volvo FH Electric hlýtur verðlaunin „Vörubíll ársins 2024”

Volvo Trucks hefur hlotið hin virtu verðlaun flutningaiðnaðarins fyrir Volvo FH Electric. Þetta er í fyrsta sinn sem rafknúinn vörubíll vinnur verðlaunin.
Lesa meira

Volvo rafmagnsvinnuvélar og Volvo rafmagnsvörubílar á losunarlægsta verkstað landsins

Blað var brotið þegar Brimborg lauk við framkvæmdir við öflugustu hraðhleðslustöð landsins á Flugvöllum 8 í Reykjanesbæ. Við framkvæmdirnar var lögð mikil áhersla á að nota eins mikið af rafknúnum vinnuvélum og rafknúnum ökutækjum eins og kostur var. Það tókst með miklum ágætum og er verkstaðurinn líklega sá losunarlægsti í sögunni.
Lesa meira

Volvo rafmagnsvörubílar með aukna 450 km drægni og 50% styttri hleðslutíma

Volvo Trucks kynnir nú uppfærða Volvo rafmagnsvörubíla í 16-26 tonna stærðarflokki með meiri drægni allt að 450 km, 50% styttri hleðslutíma og nýjum öryggiseiginleikum. Þeir eru sérhannaðir fyrir flutninga og aðra vinnu innan borga og bæja og milli þeirra.
Lesa meira

Eimskip fjölgar rafmagnsvörubílum

Eimskip bætti á dögunum við þriðja rafmagnsvörubílnum í flutningabílaflota sinn og tekur þar með enn eitt skrefið í að draga úr koltvísýringslosun í vegasamgöngum á Íslandi. Þetta er enn eitt púslið í orkuskiptaátaki Eimskips sem er mikilvægt framlag til markmiða Íslands um ríflega helmings samdrátt í losun frá vegasamgöngum árið 2030.
Lesa meira

Mest seldi vörubíll Volvo fagnar 30 árum af nýjungum

Í dag eru 30 ár síðan Volvo Trucks kynnti Volvo FH, mest selda vörubíl fyrirtækisins frá upphafi. Á Íslandi er og hefur Volvo FH verið mest selda einstaka gerð vörubíla árum saman.
Lesa meira

Stuðningur til kaupa á rafmagnsvörubílum

Stuðningur við kaup rafmagnsvörubíla á Íslandi kemur á besta tíma nú þegar vörubílaframleiðandinn Volvo Trucks hefur hafið fjöldaframleiðslu þeirra og afhent yfir 5000 rafmagnsvörubíla á heimsvísu. Með innflutningi Veltis, Volvo atvinnutækjasviðs Brimborgar, á fyrstu rafmagnsvörubílunum til Íslands er hlutdeild rafmagnsvörubíla af heildarsölu vörubíla á Íslandi það sem af er ári sú mesta í heimi. Fyrstu rafmagnsvörubílarnir á Íslandi eru nú komnir í fulla notkun og fyrstu rauntölur sýna meira en 60% sparnað í orkukostnaði.
Lesa meira

Vinsældir rafmagnsvörubíla aukast – Volvo Trucks heldur leiðandi stöðu sinni

Volvo Trucks er leiðandi á markaði fyrir þunga rafmagnsvörubíla eftir fyrsta ársfjórðung 2023, bæði í Evrópu, í Norður-Ameríku og á Íslandi. Alls hefur sænski vörubílaframleiðandinn selt tæplega 5.000 rafmagnsvörubíla í um 40 löndum. Nú bætast við fleiri markaðir því rafmagnsvörubílar Volvo Trucks eru nú í boði á nýjum mörkuðum í Asíu, Rómönsku Ameríku og Afríku. Á Íslandi er hlutdeild Volvo Trucks á rafmagnsvörubílamarkaði 100%.
Lesa meira

Tímamót: Volvo Trucks prófar vetnisrafknúna vörubíla á þjóðvegum

Vetnisrafknúnir vörubílar með efnarafal (Fuel Cell Electric Trucks) gefa aðeins frá sér vatnsgufu við akstur og verða mikilvægur hluti af vöruúrvali Volvo Trucks í hreinorkuökutækjum. Nú hefur mikilvægum áfanga verið náð – prufukeyrsla á almennum þjóðvegum.
Lesa meira

Volvo vörubílar með 40% markaðshlutdeild, 356% söluvöxt, 20% sölunnar rafmagnsvörubílar

Vörubílar frá Volvo Trucks eru þeir mest seldu á Íslandi það sem af er ári með 41 vörubíl og 40% markaðshlutdeild en Volvo vörubílar voru einnig í toppsætinu árin 2022 og 2021 skv. nýskráningargögnum frá Samgöngustofu*. Söluvöxturinn frá sama tíma í fyrra er 356% og hlutdeild rafmagnsvörubíla af sölunni er 20%.
Lesa meira

Tímamót. Volvo rafmagnsvörubílasýning og reynsluakstur

Það verða stór tímamót hjá Velti, Volvo atvinnutækjasviði Brimborgar, og tímamót á Íslandi þegar fyrstu 14 rafmagnsvörubílarnir og þeir fyrstu á Íslandi verða til sýnis og boðið verður upp á reynsluakstur, en bílarnir eru allir frá alþjóðlega vörubílaframleiðandanum Volvo Trucks.
Lesa meira
  • Verkstæði, varahlutir og söludeild tækja: 5109100
  • Netfang: veltir@veltir.is
  • Kt.: 701277-0239
  • VSK.NR.: 11650

Veltir er Volvo atvinnutækjasvið Brimborgar og er til húsa í Hádegismóum 8, Árbæ. Veltir sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vörubílum, rútum (hópferðabílum), vinnuvélum, skotbómulyfturum, hleðslukrönum fyrir vörubíla, eftirvögnum og bátavélum. Veltir býður einnig upp á viðgerðir, varahluti, aukahluti, dekk, dekkjaþjónustu og margvíslegan ábyggingarbúnað fyrir fyrrgreind tæki. Veltir er þjónustu- og söluaðili fyrir Volvo vörubíla, Volvo vinnuvélar, Volvo rútur og strætisvagnar, Volvo Penta bátavélar og Renault vörubíla.  Einnig er Veltir þjónustu- og söluaðili fyrir Hiab hleðslukrana, Wille fjölnotavélar, Zetterbergs ábyggingar, Reisch tengivagna, Joab ábyggingar, Tyllis ábyggingar, Mahlers mokstursbúnað, Skab vörukassa, Steelwrist rótortilt, Holms sópa og snjótennur og Dieci skotbómulyftara. Vörubíla og rútuverkstæði Veltis og vélaverkstæði Veltis sér um þjónustu við fyrrgreinda bíla og tæki. Vörubílar, sendibílar, rútur, vagnar fá olíuþjónustu og smur, dekk og dekkjaþjónustu, bremsur og bremsuþjónustu, vagnaþjónustu, WABCO vagna varahluti, kælikerfisþjónustu, hjólastillingu og LED vinnuljós á bíla og vélar hjá Veltir Xpress verkstæði á Hádegismóum 8 í Árbæ.  Veltir Xpress annast einnig ísetningar, prófanir, skoðanir og innsiglingu á ökuritum og stillingar hraðatakmarkara ásamt því að bjóða upp á hjólastillingar fyrir stóra atvinnubíla.

© Höfundarréttur Veltir  |  PersónuverndSkilmálar  |  Veftré

Vefspjall