Flýtilyklar
Breyting á nettengingu við Volvo vörubíla
Er vörubifreiðin þín búin TGW-4G tengingu eða er hún með eldri 2G/3G búnað?
Um áramótin 2025/2026 munu símafyrirtæki hætta stuðningi við TGW-2G og TGW-3G. Eftir áramótin mun TGW-4G taka við, og ökutæki sem enn nota 2G/3G munu ekki lengur hafa nettengingu. Þetta þýðir að þjónustur eins og flotastýring (Volvo Connect) sem byggir á kerfi bílsins hættir að virka.
Einnig verður ekki lengur hægt að lesa bilanakóða eða framkvæma aðra fjargreiningu, og þurfa bílar því að koma á verkstæði ef viðvaranir eða bilanir koma upp.
Hægt er að fá nánari upplýsingar hjá Velti um hvaða búnaður er í bifreiðum viðskiptavina og fá tilboð í breytingu.
Hafðu samband
Hafðu samband við okkur í síma 510 9100 eða sendu skilaboð í gegnum snjallmennið okkar á síðunni og við leysum málið.

